Fótbolti

Myndaveisla frá jafnteflinu í Úkraínu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Strákarnir stilla sér upp fyrir liðsmynd í kvöld.
Strákarnir stilla sér upp fyrir liðsmynd í kvöld. vísir/epa
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik liðsins í undankeppni fyrir HM í Rússlandi sem fram fer sumarið 2018.

Öll liðin í riðli Íslands eru nú með eitt stig því hinir tveir leikirnir enduðu einnig með 1-1 jafntefli; leikur Króata og Tyrkja annars vegar og hins vegar leikur Finna og Kósóvó.

Sjáðu einnig:Umfjöllun: Úkraína - Ísland 1-1 | Stig í Kænugarði

Alfreð Finnbogason kom Íslandi yfir snemma í leiknum, eða á sjöttu mínútu. Á 41. mínútu jafnaði svo Andriy Yarmolenko metin og fleiri urðu mörkin ekki.

Sjá einnig:Einkunnir íslenska liðsins | Kári maður leiksins

Myndaveislu frá leiknum má sjá hér að ofan, en næsti leikur Íslands er þann sjötta október gegn Finnlandi á heimavelli og svo níunda október gegn Tyrklandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×