Körfubolti

Kári með þrjá þrista í fyrsta leiknum fyrir Drexel | Kristinn og félagar hlupu á vegg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kári þreytti frumraun sína í bandaríska háskólaboltanum í kvöld.
Kári þreytti frumraun sína í bandaríska háskólaboltanum í kvöld. vísir/anton
Kári Jónsson setti niður þrjá þrista í sínum fyrsta leik fyrir Drexel í bandaríska háskólaboltanum í nótt. Þeir dugðu þó ekki til sigurs gegn Monmouth. Lokatölur 78-65, Monmouth í vil.

Kári byrjaði á bekknum en fékk greinilega skotleyfi þegar hann kom inn á. Haukamaðurinn tók alls átta þriggja stiga skot á 24 mínútum og setti þrjú þeirra niður. Hann endaði með níu stig.

Kristinn Pálsson og félagar í Marist áttu ekki mikla möguleika gegn Duke á útivelli.

Duke, sem er einn af risunum í háskólaboltanum, vann öruggan sigur, 94-49.

Kristinn spilaði í 22 mínútur í leiknum. Hann skoraði fimm stig og tók tvö fráköst. Kristinn hitti úr tveimur af átta skotum sínum í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×