Kalt stríð Sáda og Írana í kjölfar aftöku Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 4. janúar 2016 07:00 Mótmælendur héldu á myndum af Sheikh Nimr al-Nimr í mótmælum fyrir utan sádíarabíska sendiráðið í Íran. Fréttablaðið/EPA „Óréttlát blóðsúthelling hins kúgaða #SheikhNimr kallar á stigvaxandi og guðlega refsingu sem mun heltaka stjórnmálamenn Sáda,“ skrifaði Khameini, erkiklerkur og æðsti embættismaður Írans, á Twitter í gær. Hann mótmælti aftöku sjía-klerksins Sheikh Nimr al-Nimr og 46 annarra í Sádi-Arabíu sem fram fór á laugardaginn. Einstaklingunum 47 er gert að sök að hafa lagt á ráðin um og ýtt undir hryðjuverk í Sádi-Arabíu. „Þessi kúgaði fræðimaður boðaði aldrei vopnaða hreyfingu, né var hann viðriðinn leynileg samsæri,“ skrifaði erkiklerkurinn. Þá sagði hann Sheikh Nimr hafa stundað friðsæl mótmæli gegn súnní-stjórninni í Sádi-Arabíu. Sheikh Nimr al-Nimr var einn helsti leiðtogi mótmælenda gegn ríkisstjórn Sádi-Arabíu frá því að arabíska vorið hófst árið 2012. Fjöldi manna hefur mótmælt um Mið-Austurlönd vegna aftökunnar en hundruð manna komu saman fyrir utan sendiráð Sádi-Arabíu í Teheran á laugardagskvöld og aftur í gær til að mótmæla. Á laugardag var kveikt í sendiráðsbyggingunni auk þess sem mótmælendur brenndu veggspjöld með myndum af Salman bin Abdulaziz Al Saud, konungi Sádi-Arabíu. Fjörutíu mótmælendur voru handteknir í lögregluaðgerðum. Sádi-Arabar hafa kallað sendiherra Írans á sinn fund til að fá skýringu á harðri afstöðu Írans. Þá hafa Sádi-Arabar slitið stjórnmálatengsl við Íran og Íransstjórn gert að flytja alla diplómata úr landinu innan 48 klukkustunda. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Sádi-Arabíu segir að með því að fordæma aftökurnar hafi Íranir afhjúpað sig sem stuðningsmenn hryðjuverka. Hassan Rouhani, forseti Írans, fordæmdi mótmælin við sendiráð Sádi-Arabíu en ítrekaði þó þá afstöðu sína að aftökurnar hefðu verið óréttlátar. Margir fjölmiðlar í Sádi-Arabíu verja aftökurnar og segja landið öruggara fyrir vikið og ekki skipta máli hvort sjía- eða súnní-múslimar væru þar á ferð. Íranir hafa verið sterkir stuðningsmenn samfélaga sjía-múslima víða um Mið-Austurlönd. Fjölmiðlar í Íran fordæma aftökurnar og segja þær einungis virka sem olíu á eldinn og munu kalla á hefndaraðgerðir gegn ríkisstjórn Sáda. Hreyfing sem spratt upp úr arabíska vorinuSjía-klerkurinn Sheikh Nimr al-Nimr sem var tekinn af lífi á laugardaginn var einn höfuðpaura mótmælahreyfingar gegn súnní-stjórn Sádi-Arabíu. Hreyfingin spratt upp úr arabíska vorinu. Sheikh Nimr kallaði meðal annars eftir því að austurhéruð Sádi-Arabíu lýstu yfir sjálfstæði en héruðin eru afar olíurík og þar búa um tvær milljónir sjía-múslima. Hann gagnrýndi ríkisstjórn Sádi-Arabíu harðlega fyrir að hliðsetja og einangra samfélög sjía-múslima í landinu. Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
„Óréttlát blóðsúthelling hins kúgaða #SheikhNimr kallar á stigvaxandi og guðlega refsingu sem mun heltaka stjórnmálamenn Sáda,“ skrifaði Khameini, erkiklerkur og æðsti embættismaður Írans, á Twitter í gær. Hann mótmælti aftöku sjía-klerksins Sheikh Nimr al-Nimr og 46 annarra í Sádi-Arabíu sem fram fór á laugardaginn. Einstaklingunum 47 er gert að sök að hafa lagt á ráðin um og ýtt undir hryðjuverk í Sádi-Arabíu. „Þessi kúgaði fræðimaður boðaði aldrei vopnaða hreyfingu, né var hann viðriðinn leynileg samsæri,“ skrifaði erkiklerkurinn. Þá sagði hann Sheikh Nimr hafa stundað friðsæl mótmæli gegn súnní-stjórninni í Sádi-Arabíu. Sheikh Nimr al-Nimr var einn helsti leiðtogi mótmælenda gegn ríkisstjórn Sádi-Arabíu frá því að arabíska vorið hófst árið 2012. Fjöldi manna hefur mótmælt um Mið-Austurlönd vegna aftökunnar en hundruð manna komu saman fyrir utan sendiráð Sádi-Arabíu í Teheran á laugardagskvöld og aftur í gær til að mótmæla. Á laugardag var kveikt í sendiráðsbyggingunni auk þess sem mótmælendur brenndu veggspjöld með myndum af Salman bin Abdulaziz Al Saud, konungi Sádi-Arabíu. Fjörutíu mótmælendur voru handteknir í lögregluaðgerðum. Sádi-Arabar hafa kallað sendiherra Írans á sinn fund til að fá skýringu á harðri afstöðu Írans. Þá hafa Sádi-Arabar slitið stjórnmálatengsl við Íran og Íransstjórn gert að flytja alla diplómata úr landinu innan 48 klukkustunda. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Sádi-Arabíu segir að með því að fordæma aftökurnar hafi Íranir afhjúpað sig sem stuðningsmenn hryðjuverka. Hassan Rouhani, forseti Írans, fordæmdi mótmælin við sendiráð Sádi-Arabíu en ítrekaði þó þá afstöðu sína að aftökurnar hefðu verið óréttlátar. Margir fjölmiðlar í Sádi-Arabíu verja aftökurnar og segja landið öruggara fyrir vikið og ekki skipta máli hvort sjía- eða súnní-múslimar væru þar á ferð. Íranir hafa verið sterkir stuðningsmenn samfélaga sjía-múslima víða um Mið-Austurlönd. Fjölmiðlar í Íran fordæma aftökurnar og segja þær einungis virka sem olíu á eldinn og munu kalla á hefndaraðgerðir gegn ríkisstjórn Sáda. Hreyfing sem spratt upp úr arabíska vorinuSjía-klerkurinn Sheikh Nimr al-Nimr sem var tekinn af lífi á laugardaginn var einn höfuðpaura mótmælahreyfingar gegn súnní-stjórn Sádi-Arabíu. Hreyfingin spratt upp úr arabíska vorinu. Sheikh Nimr kallaði meðal annars eftir því að austurhéruð Sádi-Arabíu lýstu yfir sjálfstæði en héruðin eru afar olíurík og þar búa um tvær milljónir sjía-múslima. Hann gagnrýndi ríkisstjórn Sádi-Arabíu harðlega fyrir að hliðsetja og einangra samfélög sjía-múslima í landinu.
Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira