Kalt stríð Sáda og Írana í kjölfar aftöku Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 4. janúar 2016 07:00 Mótmælendur héldu á myndum af Sheikh Nimr al-Nimr í mótmælum fyrir utan sádíarabíska sendiráðið í Íran. Fréttablaðið/EPA „Óréttlát blóðsúthelling hins kúgaða #SheikhNimr kallar á stigvaxandi og guðlega refsingu sem mun heltaka stjórnmálamenn Sáda,“ skrifaði Khameini, erkiklerkur og æðsti embættismaður Írans, á Twitter í gær. Hann mótmælti aftöku sjía-klerksins Sheikh Nimr al-Nimr og 46 annarra í Sádi-Arabíu sem fram fór á laugardaginn. Einstaklingunum 47 er gert að sök að hafa lagt á ráðin um og ýtt undir hryðjuverk í Sádi-Arabíu. „Þessi kúgaði fræðimaður boðaði aldrei vopnaða hreyfingu, né var hann viðriðinn leynileg samsæri,“ skrifaði erkiklerkurinn. Þá sagði hann Sheikh Nimr hafa stundað friðsæl mótmæli gegn súnní-stjórninni í Sádi-Arabíu. Sheikh Nimr al-Nimr var einn helsti leiðtogi mótmælenda gegn ríkisstjórn Sádi-Arabíu frá því að arabíska vorið hófst árið 2012. Fjöldi manna hefur mótmælt um Mið-Austurlönd vegna aftökunnar en hundruð manna komu saman fyrir utan sendiráð Sádi-Arabíu í Teheran á laugardagskvöld og aftur í gær til að mótmæla. Á laugardag var kveikt í sendiráðsbyggingunni auk þess sem mótmælendur brenndu veggspjöld með myndum af Salman bin Abdulaziz Al Saud, konungi Sádi-Arabíu. Fjörutíu mótmælendur voru handteknir í lögregluaðgerðum. Sádi-Arabar hafa kallað sendiherra Írans á sinn fund til að fá skýringu á harðri afstöðu Írans. Þá hafa Sádi-Arabar slitið stjórnmálatengsl við Íran og Íransstjórn gert að flytja alla diplómata úr landinu innan 48 klukkustunda. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Sádi-Arabíu segir að með því að fordæma aftökurnar hafi Íranir afhjúpað sig sem stuðningsmenn hryðjuverka. Hassan Rouhani, forseti Írans, fordæmdi mótmælin við sendiráð Sádi-Arabíu en ítrekaði þó þá afstöðu sína að aftökurnar hefðu verið óréttlátar. Margir fjölmiðlar í Sádi-Arabíu verja aftökurnar og segja landið öruggara fyrir vikið og ekki skipta máli hvort sjía- eða súnní-múslimar væru þar á ferð. Íranir hafa verið sterkir stuðningsmenn samfélaga sjía-múslima víða um Mið-Austurlönd. Fjölmiðlar í Íran fordæma aftökurnar og segja þær einungis virka sem olíu á eldinn og munu kalla á hefndaraðgerðir gegn ríkisstjórn Sáda. Hreyfing sem spratt upp úr arabíska vorinuSjía-klerkurinn Sheikh Nimr al-Nimr sem var tekinn af lífi á laugardaginn var einn höfuðpaura mótmælahreyfingar gegn súnní-stjórn Sádi-Arabíu. Hreyfingin spratt upp úr arabíska vorinu. Sheikh Nimr kallaði meðal annars eftir því að austurhéruð Sádi-Arabíu lýstu yfir sjálfstæði en héruðin eru afar olíurík og þar búa um tvær milljónir sjía-múslima. Hann gagnrýndi ríkisstjórn Sádi-Arabíu harðlega fyrir að hliðsetja og einangra samfélög sjía-múslima í landinu. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Titringur á Alþingi Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
„Óréttlát blóðsúthelling hins kúgaða #SheikhNimr kallar á stigvaxandi og guðlega refsingu sem mun heltaka stjórnmálamenn Sáda,“ skrifaði Khameini, erkiklerkur og æðsti embættismaður Írans, á Twitter í gær. Hann mótmælti aftöku sjía-klerksins Sheikh Nimr al-Nimr og 46 annarra í Sádi-Arabíu sem fram fór á laugardaginn. Einstaklingunum 47 er gert að sök að hafa lagt á ráðin um og ýtt undir hryðjuverk í Sádi-Arabíu. „Þessi kúgaði fræðimaður boðaði aldrei vopnaða hreyfingu, né var hann viðriðinn leynileg samsæri,“ skrifaði erkiklerkurinn. Þá sagði hann Sheikh Nimr hafa stundað friðsæl mótmæli gegn súnní-stjórninni í Sádi-Arabíu. Sheikh Nimr al-Nimr var einn helsti leiðtogi mótmælenda gegn ríkisstjórn Sádi-Arabíu frá því að arabíska vorið hófst árið 2012. Fjöldi manna hefur mótmælt um Mið-Austurlönd vegna aftökunnar en hundruð manna komu saman fyrir utan sendiráð Sádi-Arabíu í Teheran á laugardagskvöld og aftur í gær til að mótmæla. Á laugardag var kveikt í sendiráðsbyggingunni auk þess sem mótmælendur brenndu veggspjöld með myndum af Salman bin Abdulaziz Al Saud, konungi Sádi-Arabíu. Fjörutíu mótmælendur voru handteknir í lögregluaðgerðum. Sádi-Arabar hafa kallað sendiherra Írans á sinn fund til að fá skýringu á harðri afstöðu Írans. Þá hafa Sádi-Arabar slitið stjórnmálatengsl við Íran og Íransstjórn gert að flytja alla diplómata úr landinu innan 48 klukkustunda. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Sádi-Arabíu segir að með því að fordæma aftökurnar hafi Íranir afhjúpað sig sem stuðningsmenn hryðjuverka. Hassan Rouhani, forseti Írans, fordæmdi mótmælin við sendiráð Sádi-Arabíu en ítrekaði þó þá afstöðu sína að aftökurnar hefðu verið óréttlátar. Margir fjölmiðlar í Sádi-Arabíu verja aftökurnar og segja landið öruggara fyrir vikið og ekki skipta máli hvort sjía- eða súnní-múslimar væru þar á ferð. Íranir hafa verið sterkir stuðningsmenn samfélaga sjía-múslima víða um Mið-Austurlönd. Fjölmiðlar í Íran fordæma aftökurnar og segja þær einungis virka sem olíu á eldinn og munu kalla á hefndaraðgerðir gegn ríkisstjórn Sáda. Hreyfing sem spratt upp úr arabíska vorinuSjía-klerkurinn Sheikh Nimr al-Nimr sem var tekinn af lífi á laugardaginn var einn höfuðpaura mótmælahreyfingar gegn súnní-stjórn Sádi-Arabíu. Hreyfingin spratt upp úr arabíska vorinu. Sheikh Nimr kallaði meðal annars eftir því að austurhéruð Sádi-Arabíu lýstu yfir sjálfstæði en héruðin eru afar olíurík og þar búa um tvær milljónir sjía-múslima. Hann gagnrýndi ríkisstjórn Sádi-Arabíu harðlega fyrir að hliðsetja og einangra samfélög sjía-múslima í landinu.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Titringur á Alþingi Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira