Erlent

Ekkert bendi til yfirvofandi árásar á München

Bjarki Ármannsson skrifar
Lögreglan í München óskaði í gærkvöldi eftir liðsauka frá öðrum lögregluembættum vegna hryðjuverkaógnar og voru hátt í 550 lögreglumenn á götum borgarinnar þegar mest lét.
Lögreglan í München óskaði í gærkvöldi eftir liðsauka frá öðrum lögregluembættum vegna hryðjuverkaógnar og voru hátt í 550 lögreglumenn á götum borgarinnar þegar mest lét. Vísir/AFP
Yfirvöld í Þýskalandi segja ekkert benda til þess að hryðjuverkaárás í München sé yfirvofandi. Tveimur lestarstöðum borgarinnar var lokað á gamlárskvöld vegna gruns um hryðjuverkahættu.

Joachim Herrmann, innanríkisráðherra Bæjaralands, segir að tímabundinn lokun stöðvanna hafi verið nauðsynleg vegna þess að yfirvöldum hafi borist „nákvæm viðvörun“ um að sjálfsmorðsprengjuárás á vegum Íslamska ríkisins (ISIS) væri í kortunum.

Dregið hefur verið úr viðbúnandi í borginni og lestarstöðvarnar opnuðu aftur á nýársmorgun. Lögregla leitar þó enn fimm til sjö manna af íröskum og sýrlenskum uppruna í tengslum við viðvörunina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×