Aftökur draga dilk á eftir sér Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. janúar 2016 11:46 Mótmælandi í Jemen með mynd af al-Nimr. Vísir/AFP Stjórnvöld í Írak, rétt eins og fjöldi trúarleiðtoga í Austurlöndum nær, hafa fordæmt aftöku Sádí-Araba á trúarleiðtoganum Sheikh Nimr al-Nimr og segja að hún muni hafa alvarlega afleiðingar fyrir konungsfjölskyldu landsins. Alls voru 47 teknir af lífi dag fyrir hryðjuverk og fyrir að hvetja til ofbeldis í Sádí-Arabíu. Fyrrnefndur Nimr al-Nimr var sakfelldur fyrir að vera helsti hvatamaðurinn að mótmælum gegn ráðamönnum í austurhluta landsins árið 2011. Þetta eru fjölmennustu aftökurnar vegna slíkra saka í landinu frá árinu 1980 þegar 63 voru teknir af lífi fyrir gíslatöku í Mekku. Aftökurnar eru sagðar, á vef Financial Times, fyrst og fremst hugsaðar til að sýna herskáum súnní-múslimum og stjórnarandstæðingum af síta-trú að hið íhaldssama ríki líði enga óhlýðni við íslamska valdahafa landsins. Klerkar í Íran, Jemen og Líbanon hafa fordæmt aftökurnar og segja að þær muni leiða til víðtækrar reiði enda hafi al-Nimr verið í hávegum hafður í mörgum samfélögum múslima. Hann hafi verið einn helsti gagnrýnandi stjórnvalda í Sádí-Arabíu og mikill talsmaður lýðræðis. Hann hafi þá einnig verið tregur við að hvetja til ofbeldis. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins sakaði stjórnvöld í Riyadh um hræsni: „Stjórnvöld í Sádí-Arabíu styðja við bakið á hryðjuverkamönnum og takfiri [múslimar sem saka aðra múslima um vantrú] meðan þau taka af lífi og berja niður gagnrýnendur heima fyrir,“ sagði Hossen Jaber Ansari í samtali við íranska ríkismiðilinn í dag. Þá beittu lögreglumenn í Barein táragasi á mótmælendur sem mótmæltu dauða al-Nimr. Ayatollah Ahmad Khatami, háttsettur trúarleiðtogi í Íran, sagði af þessu tilefni að allar líkur væru á að aftakan myndi verða konungsfjölskyldunni í Sádí-Arabíu að falli. Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Stjórnvöld í Írak, rétt eins og fjöldi trúarleiðtoga í Austurlöndum nær, hafa fordæmt aftöku Sádí-Araba á trúarleiðtoganum Sheikh Nimr al-Nimr og segja að hún muni hafa alvarlega afleiðingar fyrir konungsfjölskyldu landsins. Alls voru 47 teknir af lífi dag fyrir hryðjuverk og fyrir að hvetja til ofbeldis í Sádí-Arabíu. Fyrrnefndur Nimr al-Nimr var sakfelldur fyrir að vera helsti hvatamaðurinn að mótmælum gegn ráðamönnum í austurhluta landsins árið 2011. Þetta eru fjölmennustu aftökurnar vegna slíkra saka í landinu frá árinu 1980 þegar 63 voru teknir af lífi fyrir gíslatöku í Mekku. Aftökurnar eru sagðar, á vef Financial Times, fyrst og fremst hugsaðar til að sýna herskáum súnní-múslimum og stjórnarandstæðingum af síta-trú að hið íhaldssama ríki líði enga óhlýðni við íslamska valdahafa landsins. Klerkar í Íran, Jemen og Líbanon hafa fordæmt aftökurnar og segja að þær muni leiða til víðtækrar reiði enda hafi al-Nimr verið í hávegum hafður í mörgum samfélögum múslima. Hann hafi verið einn helsti gagnrýnandi stjórnvalda í Sádí-Arabíu og mikill talsmaður lýðræðis. Hann hafi þá einnig verið tregur við að hvetja til ofbeldis. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins sakaði stjórnvöld í Riyadh um hræsni: „Stjórnvöld í Sádí-Arabíu styðja við bakið á hryðjuverkamönnum og takfiri [múslimar sem saka aðra múslima um vantrú] meðan þau taka af lífi og berja niður gagnrýnendur heima fyrir,“ sagði Hossen Jaber Ansari í samtali við íranska ríkismiðilinn í dag. Þá beittu lögreglumenn í Barein táragasi á mótmælendur sem mótmæltu dauða al-Nimr. Ayatollah Ahmad Khatami, háttsettur trúarleiðtogi í Íran, sagði af þessu tilefni að allar líkur væru á að aftakan myndi verða konungsfjölskyldunni í Sádí-Arabíu að falli.
Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira