Barcelona komst upp fyrir Manchester United á peningalistanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2016 17:30 Lionel Messi. Vísir/EPA Real Madrid er áfram besta rekna knattspyrnufélag heimsins eins og undanfarin áratug en það voru breytingar í næstu sætum fyrir neðan í nýrri samantekt Deloitte á mestri veltu fótboltafélaga á síðasta tímabili. Real Madrid velti 577 milljónum evra á síðustu leiktíð og hækkaði sig frá 549,5 milljónum evra árið áður. Forskot Real Madrid á erkifjendurna í Barcelona minnkaði þó um 16,2 milljónir evra en Börsungar tóku stökk á listanum. Barcelona hoppaði nefnilega úr fjórða sætinu og upp í annað sætið. Barca sendi Manchester United niður í þriðja sætið og Bayern München, sem var í þriðja sætinu, er nú í fimmta sæti. Barcelona hækkaði tekjur sínar á öllum sviðum því tekjur af miðasölu, sjónvarpstekjur og auglýsingatekjur hækkuðu. Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, hefur mikinn metnað fyrir framtíðarrekstur félagsins en hann er með stefnuna á því að velta milljarði evra árið 2021. Barcelona vann spænsku deildina, spænska bikarinn og Meistaradeildina á þessu tímabili og velta félagsins fór upp um rúmar 76 milljónir evra eða frá 484,8 milljónum upp í 560,8 milljónir. Manchester United datt niður í þriðja sæti þrátt fyrir að auka veltu sína lítillega en Deloitte telur allt eins líklegt að United fari upp í efsta sætið á listanum fyrir núverandi tímabil. Níu af tuttugu hæstu félögunum á listanum spila í ensku úrvalsdeildinni og þar af eru fimm þeirra meðal þeirra tíu efstu. Ítalía á fjögur félög inn á topp tuttugu og þrjú spænsk og þýsk félög eru á listanum yfir best reknu félögin.Mesta veltan hjá fótboltafélögum heimsins tímabilið 2014-15:(Tölur frá 2013-14 innan sviga) 1. (1) Real Madrid (Spánn) 577 milljónir evra (549.5 milljónir evra) 2. (4) Barcelona (Spánn) 560,8 (484,8) 3. (2) Manchester United (England) 519,5 (518) 4. (5) Paris Saint-Germain (Frakkland) 480,8 (471,3) 5. (3) Bayern München (Þýskaland) 474 (487,5) 6. (6) Manchester City (England) 463,5 (416,5) 7. (8) Arsenal (England) 435,5 (359,3) 8. (7) Chelsea (England) 420 (387,9) 9. (9) Liverpool (England) 391,8 (305,9) 10. (10) Juventus (Ítalía) 323,9 (279) 11. (11) Borussia Dortmund (Þýskaland) 280,6 (261,5) 12. (13) Tottenham (England) 257,5 (215,5) 13. (14) Schalke 04 (Þýskaland) 219,7 (214) 14. (12) AC Milan (Ítalía) 199.1 (249,7) 15. (15) Atletico Madrid (Spánn) 187,1 (169,9) 16. (Nýtt) Roma (Ítalía) 180,4 (127,4) 17. (19) Newcastle (England) 169,3 (155,1) 18. (20) Everton (England) 165,1 (144,1) 19. (17) Internazionale (Ítalía) 164,8 (162,8) 20. (Nýtt) West Ham (England) 160,9 (139,3) Enski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ Sjá meira
Real Madrid er áfram besta rekna knattspyrnufélag heimsins eins og undanfarin áratug en það voru breytingar í næstu sætum fyrir neðan í nýrri samantekt Deloitte á mestri veltu fótboltafélaga á síðasta tímabili. Real Madrid velti 577 milljónum evra á síðustu leiktíð og hækkaði sig frá 549,5 milljónum evra árið áður. Forskot Real Madrid á erkifjendurna í Barcelona minnkaði þó um 16,2 milljónir evra en Börsungar tóku stökk á listanum. Barcelona hoppaði nefnilega úr fjórða sætinu og upp í annað sætið. Barca sendi Manchester United niður í þriðja sætið og Bayern München, sem var í þriðja sætinu, er nú í fimmta sæti. Barcelona hækkaði tekjur sínar á öllum sviðum því tekjur af miðasölu, sjónvarpstekjur og auglýsingatekjur hækkuðu. Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, hefur mikinn metnað fyrir framtíðarrekstur félagsins en hann er með stefnuna á því að velta milljarði evra árið 2021. Barcelona vann spænsku deildina, spænska bikarinn og Meistaradeildina á þessu tímabili og velta félagsins fór upp um rúmar 76 milljónir evra eða frá 484,8 milljónum upp í 560,8 milljónir. Manchester United datt niður í þriðja sæti þrátt fyrir að auka veltu sína lítillega en Deloitte telur allt eins líklegt að United fari upp í efsta sætið á listanum fyrir núverandi tímabil. Níu af tuttugu hæstu félögunum á listanum spila í ensku úrvalsdeildinni og þar af eru fimm þeirra meðal þeirra tíu efstu. Ítalía á fjögur félög inn á topp tuttugu og þrjú spænsk og þýsk félög eru á listanum yfir best reknu félögin.Mesta veltan hjá fótboltafélögum heimsins tímabilið 2014-15:(Tölur frá 2013-14 innan sviga) 1. (1) Real Madrid (Spánn) 577 milljónir evra (549.5 milljónir evra) 2. (4) Barcelona (Spánn) 560,8 (484,8) 3. (2) Manchester United (England) 519,5 (518) 4. (5) Paris Saint-Germain (Frakkland) 480,8 (471,3) 5. (3) Bayern München (Þýskaland) 474 (487,5) 6. (6) Manchester City (England) 463,5 (416,5) 7. (8) Arsenal (England) 435,5 (359,3) 8. (7) Chelsea (England) 420 (387,9) 9. (9) Liverpool (England) 391,8 (305,9) 10. (10) Juventus (Ítalía) 323,9 (279) 11. (11) Borussia Dortmund (Þýskaland) 280,6 (261,5) 12. (13) Tottenham (England) 257,5 (215,5) 13. (14) Schalke 04 (Þýskaland) 219,7 (214) 14. (12) AC Milan (Ítalía) 199.1 (249,7) 15. (15) Atletico Madrid (Spánn) 187,1 (169,9) 16. (Nýtt) Roma (Ítalía) 180,4 (127,4) 17. (19) Newcastle (England) 169,3 (155,1) 18. (20) Everton (England) 165,1 (144,1) 19. (17) Internazionale (Ítalía) 164,8 (162,8) 20. (Nýtt) West Ham (England) 160,9 (139,3)
Enski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“