Skoðun

Dýrara fyrir eldri borgara að búa í Kópavogi

Í Fréttablaðinu 2. febrúar sl. var birt úttekt á verði matarbakka fyrir eldri borgara í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Í ljós kemur að máltíðin og heimsendur matarbakki er dýrastur í Kópavogi, en ódýrastur í Reykjavík og Hafnarfirði. Það getur munað allt að 330 krónum á dag eða um 100.000 krónum á ári sem eldri borgarar í Kópavogi þurfa að borga umfram nágranna sína. Það munar um minna. Munurinn er enn meiri ef um heimsendan matarbakka er að ræða. Skiptir máli hverjir stjórna Í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ hefur Sjálfstæðisflokkurinn farið með völdin lengur en elstu menn og konur kæra sig um að muna. Þessi sveitarfélög rukka eldri borgara um hæsta gjaldið fyrir matinn. Í Reykjavík og Hafnarfirði hafa jafnaðarmenn verið í forystu um árabil. Þar hafa áherslur jafnaðarmanna náð fram að ganga. Þar er matur til eldri borgara niðurgreiddur og þar er hann ódýrastur. Hvernig skyldi standa á því? Jú, það skiptir nefnilega máli hverjir stjórna. Eldri borgarar margir hverjir hafa ekki mikið fé á milli handa og enginn er öfundsverður af ellilífeyri einum saman. Margir eiga erfitt með að láta enda ná saman. Áherslumunur jafnaðarmanna og hægri manna kemur hér fram á kristaltæran hátt.



Skoðun

Sjá meira


×