Kaupþingsmenn dæmdir til að greiða tæpan milljarð vegna skuldar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. febrúar 2016 18:05 Fimmmenningarnir sem um ræðir Mynd/Vísir Fimm fyrrum stjórnendur Kaupþings þurfa að greiða tæpan milljarð króna vegna skuldar sem er tilkomin vegna jarðakaupa þeirra við laxveiðiána Langá í Borgarfirði. Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag.Fimmmenningarnir sem um ræðir eru forstjórinn Hreiðar Már Sigurðsson, stjórnarformaðurinn Sigurður Einarsson, Ingólfur Helgason, sem var forstjóri bankans á Íslandi, Magnús Guðmundsson, sem var forstjóri bankans í Lúxemborg, og Steingrímur P. Kárason, sem var yfirmaður áhættustýringar bankans fyrir hrun. Þarf hver og einn þeirra að greiða Hildu ehf. 184.731.875 krónur í skuld samkvæmt dómi Hæstaréttar.Skuldin var tilkomin vegna kúluláns sem félagið Hvítsstaðir tók hjá SPRON árið 2005 til að kaupa félagið Langárfoss ehf. Fimmmenningarnir í Kaupþingi áttu hver um sig fimmtung í Hvítsstöðum og gengust í sjálfskuldarábyrgð fyrir láninu.Sjá einnig: Kaupþingsmenn dæmdir til að greiða milljarð vegna kúlulánsHvítsstaðir greiddu vexti af láninu í október 2006, 2007 og 2008 en í kjölfar bankahrunsins gerði félagið nýjan samning við SPRON. Gamla lánið var þá greitt upp að fullu með nýja láninu og var höfuðstóll lánsins rúmlega 729 milljónir króna. Í lánasamningnum var tekið fram að lánið skyldi greiðast til baka á fjórum gjalddögum en þar af voru þrír vaxtagjalddagar. Í dómi Héraðsdóms kom fram að Hvítsstaðir hafi ekki greitt vaxtaafborgun á fyrsta gjalddaga og því hafi lánið verið gjaldfellt, samkvæmt lánasamningi. Félaginu og eigendum þess var svo stefnt fyrir dóm til að fá skuldina greidda.Sjá einnig: Drómi vill fá milljarð frá KaupþingstoppunumÍ dómi Hæstaréttar kemur fram að ekki sé hægt að sjá af samningnum eða öðrum gögnum málsins að við gerð hans hefðu Hvítsstaðir gert fyrirvara við fjárhæð lánsins og ekki hafi verið sýnt frá að lækka beri kröfur Hildu á hendur þeim vegna efnis samningsins, stöðu samningsaðila, atvika við samningsgerðina eða atvika sem síðar hefðu komið til. Einnig var talið að ekki væri hægt að beita ákvæðum laga um ábyrgðamenn um ábyrgð fimmmenningana, enda hefðu þeir tekist á hendr sjálfskuldarábyrgð á efndum samningsins í þágu fjárhagslegs ávinnings þeirra sjálfra. Hvítsstaðir ehf. þarf því að greiða stefnanda 923.659.377 kr. ásamt dráttarvöxtum og þurfa Hreiðar Már Sigurðsson, Ingólfur Helgason, Sigurður Einarsson, Steingrímur P. Kárason og Magnús Guðmundsson að greiða Hildu ehf., hver um sig óskipt með stefnda, Hvítsstöðum ehf, 184.731.875 kr. ásamt dráttarvöxtum.Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Fimm fyrrum stjórnendur Kaupþings þurfa að greiða tæpan milljarð króna vegna skuldar sem er tilkomin vegna jarðakaupa þeirra við laxveiðiána Langá í Borgarfirði. Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag.Fimmmenningarnir sem um ræðir eru forstjórinn Hreiðar Már Sigurðsson, stjórnarformaðurinn Sigurður Einarsson, Ingólfur Helgason, sem var forstjóri bankans á Íslandi, Magnús Guðmundsson, sem var forstjóri bankans í Lúxemborg, og Steingrímur P. Kárason, sem var yfirmaður áhættustýringar bankans fyrir hrun. Þarf hver og einn þeirra að greiða Hildu ehf. 184.731.875 krónur í skuld samkvæmt dómi Hæstaréttar.Skuldin var tilkomin vegna kúluláns sem félagið Hvítsstaðir tók hjá SPRON árið 2005 til að kaupa félagið Langárfoss ehf. Fimmmenningarnir í Kaupþingi áttu hver um sig fimmtung í Hvítsstöðum og gengust í sjálfskuldarábyrgð fyrir láninu.Sjá einnig: Kaupþingsmenn dæmdir til að greiða milljarð vegna kúlulánsHvítsstaðir greiddu vexti af láninu í október 2006, 2007 og 2008 en í kjölfar bankahrunsins gerði félagið nýjan samning við SPRON. Gamla lánið var þá greitt upp að fullu með nýja láninu og var höfuðstóll lánsins rúmlega 729 milljónir króna. Í lánasamningnum var tekið fram að lánið skyldi greiðast til baka á fjórum gjalddögum en þar af voru þrír vaxtagjalddagar. Í dómi Héraðsdóms kom fram að Hvítsstaðir hafi ekki greitt vaxtaafborgun á fyrsta gjalddaga og því hafi lánið verið gjaldfellt, samkvæmt lánasamningi. Félaginu og eigendum þess var svo stefnt fyrir dóm til að fá skuldina greidda.Sjá einnig: Drómi vill fá milljarð frá KaupþingstoppunumÍ dómi Hæstaréttar kemur fram að ekki sé hægt að sjá af samningnum eða öðrum gögnum málsins að við gerð hans hefðu Hvítsstaðir gert fyrirvara við fjárhæð lánsins og ekki hafi verið sýnt frá að lækka beri kröfur Hildu á hendur þeim vegna efnis samningsins, stöðu samningsaðila, atvika við samningsgerðina eða atvika sem síðar hefðu komið til. Einnig var talið að ekki væri hægt að beita ákvæðum laga um ábyrgðamenn um ábyrgð fimmmenningana, enda hefðu þeir tekist á hendr sjálfskuldarábyrgð á efndum samningsins í þágu fjárhagslegs ávinnings þeirra sjálfra. Hvítsstaðir ehf. þarf því að greiða stefnanda 923.659.377 kr. ásamt dráttarvöxtum og þurfa Hreiðar Már Sigurðsson, Ingólfur Helgason, Sigurður Einarsson, Steingrímur P. Kárason og Magnús Guðmundsson að greiða Hildu ehf., hver um sig óskipt með stefnda, Hvítsstöðum ehf, 184.731.875 kr. ásamt dráttarvöxtum.Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira