Formaður Femínistafélags Verzló: „Stelpan er mjög valdamikil í þessu myndbandi“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. febrúar 2016 11:21 „Stelpan er mjög valdamikil í þessu myndbandi,“ sagði Sylvía Hall, formaður Femínistafélags Verzlunarskóla Íslands, í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 í morgun. Þar ræddu þáttastjórnendur við Sylvíu um myndbandið umdeilda frá 12:00. Í DV á þriðjudag var haft eftir yfirkennara Verzlunarskólans að myndbandið hefði verið birt opinberlega án leyfis.Í samtali við Vísi í gær sagði Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans, að það væri ekki rétt. Myndbandið hefði farið fyrir ritskoðunarhópinn og vissi einfaldlega yfirkennarinn ekki af því fyrr en eftir að hafa látið ummælin falla í viðtalinu. Sylvía sagði formann Femínistafélagsins, formann hagsmunaráðs, meðlim úr stjórn og tveir fulltrúar kennara og starfsmanna vera í þessum ritskoðunarhópi. Sylvía sagði þá sem skipa 12:00 vera hvað duglegasta í skólanum að bera efnið sitt undir ritskoðunarhópinn. Hún sagði að það hefði verið afar lítillækkandi fyrir þá sem standa að þessum hópi að fá að heyra að myndbandið hefði verið birt opinberlega án þess að það hefði verið ritskoðað. Hún sagði þennan hóp skipaðan af skólastjórnendum til að fara eftir reglum sem settar voru fyrir nokkru en eitt af því sem er bannað er að áfengi komi fyrir í efni sem gefið er út á vegum skólans. Gagnrýni á myndbandið hefur að hluta til snúist um að stelpan sem leikur í umræddu myndbandi sé hlutgerð en Sylvía sagði við Brennsluna að það væri einhver tilhneiging í gang í að gera konur að fórnarlömbum. „Stelpan er mjög valdamikil í þessu myndbandi. Hún er sexy, ákveðin og óvenjulegt að sjá stelpu í þessari stöðu. Vanalega í bíómyndum sjáum við stelpur bíða eftir stráknum og þær eru krúttlegar. Þarna er stelpan töff og powerful. En samt þarf alltaf að lesa eitthvað meira í það þegar konur gera eitthvað en karlar. Þarna er stelpa fáklædd, þá er það orðið óviðeigandi, hún er lítillækkuð og það er verið að hafa vit fyrir henni,“ sagði Sylvía. Hún sagði Femínistafélagið hafa verið starfrækt í Verzlunarskólanum í þrjú ár og standi meðal annars að fyrirlestrum og fjáröflunum og þá stóð félagið fyrir Free The Nipple-deginum í fyrra sem vakti miklar athygli. Hlusta má á viðtalið við Sylvíu í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Ritskoðunarhópur Versló gaf grænt ljós á 12:00 myndbandið Ákveðið var að gefa grænt ljós á opinbera birtingu þó ekki hafi allir verið fullkomlega sáttir við innihald myndbandsins. 10. febrúar 2016 11:30 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
„Stelpan er mjög valdamikil í þessu myndbandi,“ sagði Sylvía Hall, formaður Femínistafélags Verzlunarskóla Íslands, í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 í morgun. Þar ræddu þáttastjórnendur við Sylvíu um myndbandið umdeilda frá 12:00. Í DV á þriðjudag var haft eftir yfirkennara Verzlunarskólans að myndbandið hefði verið birt opinberlega án leyfis.Í samtali við Vísi í gær sagði Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans, að það væri ekki rétt. Myndbandið hefði farið fyrir ritskoðunarhópinn og vissi einfaldlega yfirkennarinn ekki af því fyrr en eftir að hafa látið ummælin falla í viðtalinu. Sylvía sagði formann Femínistafélagsins, formann hagsmunaráðs, meðlim úr stjórn og tveir fulltrúar kennara og starfsmanna vera í þessum ritskoðunarhópi. Sylvía sagði þá sem skipa 12:00 vera hvað duglegasta í skólanum að bera efnið sitt undir ritskoðunarhópinn. Hún sagði að það hefði verið afar lítillækkandi fyrir þá sem standa að þessum hópi að fá að heyra að myndbandið hefði verið birt opinberlega án þess að það hefði verið ritskoðað. Hún sagði þennan hóp skipaðan af skólastjórnendum til að fara eftir reglum sem settar voru fyrir nokkru en eitt af því sem er bannað er að áfengi komi fyrir í efni sem gefið er út á vegum skólans. Gagnrýni á myndbandið hefur að hluta til snúist um að stelpan sem leikur í umræddu myndbandi sé hlutgerð en Sylvía sagði við Brennsluna að það væri einhver tilhneiging í gang í að gera konur að fórnarlömbum. „Stelpan er mjög valdamikil í þessu myndbandi. Hún er sexy, ákveðin og óvenjulegt að sjá stelpu í þessari stöðu. Vanalega í bíómyndum sjáum við stelpur bíða eftir stráknum og þær eru krúttlegar. Þarna er stelpan töff og powerful. En samt þarf alltaf að lesa eitthvað meira í það þegar konur gera eitthvað en karlar. Þarna er stelpa fáklædd, þá er það orðið óviðeigandi, hún er lítillækkuð og það er verið að hafa vit fyrir henni,“ sagði Sylvía. Hún sagði Femínistafélagið hafa verið starfrækt í Verzlunarskólanum í þrjú ár og standi meðal annars að fyrirlestrum og fjáröflunum og þá stóð félagið fyrir Free The Nipple-deginum í fyrra sem vakti miklar athygli. Hlusta má á viðtalið við Sylvíu í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Ritskoðunarhópur Versló gaf grænt ljós á 12:00 myndbandið Ákveðið var að gefa grænt ljós á opinbera birtingu þó ekki hafi allir verið fullkomlega sáttir við innihald myndbandsins. 10. febrúar 2016 11:30 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Ritskoðunarhópur Versló gaf grænt ljós á 12:00 myndbandið Ákveðið var að gefa grænt ljós á opinbera birtingu þó ekki hafi allir verið fullkomlega sáttir við innihald myndbandsins. 10. febrúar 2016 11:30