Menning

Myndaði kyrralíf í stórborgum Kína og sýnir í Gerðarsafni

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Á sýningu Katrínar, Margföld hamingja, eru miklar andstæður, að hennar sögn.
Á sýningu Katrínar, Margföld hamingja, eru miklar andstæður, að hennar sögn. Vísir/Stefán
Katrín Elvarsdóttir verður með leiðsögn um myndröð sína Margföld hamingja í Gerðarsafni í Kópavogi á morgun, sunnudag, klukkan 15. Í henni fangar hún kyrralíf í stórborgum því myndirnar eru allar teknar í Peking og Pin Yao í Kína. 

„Ég valdi hluti í umhverfinu, múrsteina með böndum, punt í glugga og plöntur milli hellna, allt þröng sjónarhorn þannig að ekkert bendir á stórborg. En á sýningunni er líka hljóðverk. Ég tók upp hljóð úti á götu sem skapa miklar andstæður við myndirnar því hljóðheimurinn í stórborgum Kína er erfiður eyrunum.“ 

Katrín kveðst fyrst hafa farið til Kína ásamt manni sínum árið 2010 að sækja dóttur sem þau voru að ættleiða. „Þá hafði ég aldrei komið til Asíu áður og það var mikil upplifun,“ segir hún og heldur áfram: 

„Svo var manninum mínum boðið að kenna við háskólann í Peking 2013 og við fórum öll. Árið eftir var mér boðið á stærstu ljósmyndahátíð Kína í Pin Yao og þá var ég ein. Í þeirri ferð fór ég líka til Peking til að ljúka verkefninu því auk sýningarinnar var ég að taka myndir í bók sem Crymogea gaf út og þar eru fleiri myndir.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.