Fótbolti

Geir: Draumateymi KSÍ situr hér við borðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Adam Jastrzebowski of Daníel
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er enn að reyna að sannfæra Lars Lagerbäck um að halda áfram með íslenska landsliðið í knattspyrnu.

Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson eru að fara saman með liðið á Evrópumótið í Frakklandi í sumar en samningur Lars rennur út eftir mótið. Hann hefur þjálfað liðið í fjögur ár en síðustu tvö árin með Heimi.

Lars Lagerbäck ætlaði að hætta eftir EM en Geir hefur verið í viðræðum við Svíann um að halda áfram með liðið. Heimir Hallgrímsson átti að taka einn við liðinu en hefur tekið vel í því að Lars verði áfram með honum.

„Við höfum hafið undirbúning fyrir undankeppni HM sem felst ekki síst í því að plana skipulagið í kringum leikina í haust og fylgjast með mótherjum okkar," sagði Geir á blaðamannafundi í dag þar sem landsliðshópurinn fyrir vináttulandsleiki við Dani og Grikki var tilkynntur.

Sjá einnig:Lars veit ekki hvort hann haldi áfram með íslenska landsliðið

„Ég hef rætt við þjálfarana. Draumateymi KSÍ til að leiða ísland áfram situr hér við borðið. Við munum sjá hvað gerist en allar dyr eru opnar eins og er," sagði Geir.

„Ég er hundrað prósent sáttur við þau svör sem ég hef fengið frá Lars. við sýnum þessu þolinmæði, ef við náum draumaliðinu áfram þá væri það mjög ánægjuleg niðurstaða fyrir KSÍ," sagði Geir að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×