Píratar ætla ekki að styðja við þinglega meðferð tillagna stjórnarskrárnefndar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 11. mars 2016 13:17 „Þingflokkurinn þarf að hittast og ræða málin en mér þykir líklega, miðað við hvað undan er gengið, að við munum ekki setja nafn okkar við þetta,“ segir þingmaður flokksins. Vísir/Valli Píratar ætla ekki að styðja þinglega meðferð stjórnarskrártillagna stjórnarskrárnefndar. Þetta eru niðurstöður þriggja atkvæðagreiðslna í kosningakerfi Pírata þar sem fjallað var um málið. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir að niðurstaðan hafi ekki verið afgerandi. „Þetta var sett í dóm Pírata, sem hafa aðgengi að kosningakerfinu, og það hafa verið töluvert miklar umræður um þetta og við höfum verið með fullt af opnum fundum þar sem farið hefur verið ítarlega yfir hverja tillögu fyrir sig,“ segir hún um aðdragandann. „Niðurstaðan var ekki afgerandi með eða á móti, getum við sagt,“ segir hún „En þær voru allar felldar. Sú sem fékk minnstan stuðning til að halda áfram í þinglegt ferli var auðlindaákvæðistillagan.En hvað gerist í framhaldinu? „Þingflokkurinn þarf að hittast og ræða málin en mér þykir líklegast, miðað við hvað undan er gengið, að við munum ekki setja nafn okkar við þetta,“ segir hún. Tillögurnar eru ekki komnar inn í þingið en reiknað er með að reynt verði að fá alla formenn flokkanna til að standa að málin. „Stjórnarskrárnefndin er með þetta hjá sér ennþá og það er ekki búið að útfæra það hvernig þetta verði lagt fram á þingi,“ segir hún. „Mér finnst mjög ólíklegt að okkar formaður verði með í þessu,“ segir Birgitta. Tillögurnar voru afgreiddar í þremur atkvæðagreiðslum hjá Pírötum en á bilinu 170-177 greiddu atkvæði. 56-60 prósenta meirihluti var fyrir því að Píratar myndu ekki styðja að drög að frumvarpi stjórnarskrárnefndar um þjóðaratkvæðagreiðslur, fái þinglega meðferð. Alþingi Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Sjá meira
Píratar ætla ekki að styðja þinglega meðferð stjórnarskrártillagna stjórnarskrárnefndar. Þetta eru niðurstöður þriggja atkvæðagreiðslna í kosningakerfi Pírata þar sem fjallað var um málið. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir að niðurstaðan hafi ekki verið afgerandi. „Þetta var sett í dóm Pírata, sem hafa aðgengi að kosningakerfinu, og það hafa verið töluvert miklar umræður um þetta og við höfum verið með fullt af opnum fundum þar sem farið hefur verið ítarlega yfir hverja tillögu fyrir sig,“ segir hún um aðdragandann. „Niðurstaðan var ekki afgerandi með eða á móti, getum við sagt,“ segir hún „En þær voru allar felldar. Sú sem fékk minnstan stuðning til að halda áfram í þinglegt ferli var auðlindaákvæðistillagan.En hvað gerist í framhaldinu? „Þingflokkurinn þarf að hittast og ræða málin en mér þykir líklegast, miðað við hvað undan er gengið, að við munum ekki setja nafn okkar við þetta,“ segir hún. Tillögurnar eru ekki komnar inn í þingið en reiknað er með að reynt verði að fá alla formenn flokkanna til að standa að málin. „Stjórnarskrárnefndin er með þetta hjá sér ennþá og það er ekki búið að útfæra það hvernig þetta verði lagt fram á þingi,“ segir hún. „Mér finnst mjög ólíklegt að okkar formaður verði með í þessu,“ segir Birgitta. Tillögurnar voru afgreiddar í þremur atkvæðagreiðslum hjá Pírötum en á bilinu 170-177 greiddu atkvæði. 56-60 prósenta meirihluti var fyrir því að Píratar myndu ekki styðja að drög að frumvarpi stjórnarskrárnefndar um þjóðaratkvæðagreiðslur, fái þinglega meðferð.
Alþingi Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Sjá meira