Vilja afnema sjálfkrafa skráningu barna í trúfélög Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. mars 2016 10:18 Helgi Hrafn Gunnarsson og Birgitta Jónsdóttir, þingmenn Pírata, eru á meðal flutningsmanna frumvarpsins. vísir/vilhelm Píratar leggja nú fram í annað sinn frumvarp á Alþingi um afnám sjálfkrafa skráningu barna í trú-eða lífsskoðunarfélög. Um er að ræða breytingu á lögum um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög en í 8. grein laganna er mælt fyrir um skráningu barna í slík félög frá fæðingu. Birgitta Jónsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en samflokksmenn hennar Helgi Hrafn Gunnarsson og Ásta Guðrún Helgadóttir eru einni flutningsmenn auk þeirra Brynhildar Pétursdóttur og Óttars Proppé úr Bjartri framtíð og Steinunnar Þóru Árnadóttur úr Vinstri grænum. Samkvæmt lögunum nú skráist barn sjálfkrafa við fæðingu í það trú-eða lífsskoðunarfélag sem foreldrar þess eru skráðir í séu þeir í hjúskap eða skráðri sambúð. Ef foreldrarnir standa utan slíkra félaga skulu börn þeirra einnig vera utan félaga en ef foreldrar eru hvorki í hjúskap né skráðri sambúð skal skrá barnið í sama skráða félag og forsjárforeldri tilheyrir en vera utan trúfélaga ef forsjárforeldrið er utan trúfélaga. Að mati flutningsmanna frumvarpsins telja þeir ekki rétt að börn séu sjálfkrafa skráð í trúfélag eða lífsskoðunarfélag við fæðingu. Því leggja þeir til að slík skráning verði afnumin. Frumvarpið felur einnig í sér þá breytingu að þeir sem eru orðnir 13 ára að aldri geti tekið ákvörðun um inngöngu í skráð trúfélag eða lífsskoðunarfélag eða úrsögn úr slíku félagi en í núgildandi lögum er miðað við 16 ára aldur. Hvað varðar skráningu barna í trúfélög segir í frumvarpinu: „Það foreldri sem fer með forsjá barns tekur ákvörðun um inn¬göngu þess í eða úrsögn úr skráðu trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi, þar til barn er 13 ára að aldri. Ef foreldrar fara saman með forsjá barns taka þeir ákvörðun sam¬eigin¬lega. Hafi barn náð 12 ára aldri skal leita álits þess um slíka ákvörðun. Hafi forsjá barns verið falin öðrum en foreldrum á grundvelli laga tekur forsjáraðili ákvörðun um inn¬göngu þess í eða úrsögn úr skráðu trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi. Staða barns skal vera ótilgreind að þessu leyti þar til foreldri eða forsjáraðili eða barnið sjálft óskar eftir skráningu í trúfélag eða lífsskoðunarfélag.“ Alþingi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Píratar leggja nú fram í annað sinn frumvarp á Alþingi um afnám sjálfkrafa skráningu barna í trú-eða lífsskoðunarfélög. Um er að ræða breytingu á lögum um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög en í 8. grein laganna er mælt fyrir um skráningu barna í slík félög frá fæðingu. Birgitta Jónsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en samflokksmenn hennar Helgi Hrafn Gunnarsson og Ásta Guðrún Helgadóttir eru einni flutningsmenn auk þeirra Brynhildar Pétursdóttur og Óttars Proppé úr Bjartri framtíð og Steinunnar Þóru Árnadóttur úr Vinstri grænum. Samkvæmt lögunum nú skráist barn sjálfkrafa við fæðingu í það trú-eða lífsskoðunarfélag sem foreldrar þess eru skráðir í séu þeir í hjúskap eða skráðri sambúð. Ef foreldrarnir standa utan slíkra félaga skulu börn þeirra einnig vera utan félaga en ef foreldrar eru hvorki í hjúskap né skráðri sambúð skal skrá barnið í sama skráða félag og forsjárforeldri tilheyrir en vera utan trúfélaga ef forsjárforeldrið er utan trúfélaga. Að mati flutningsmanna frumvarpsins telja þeir ekki rétt að börn séu sjálfkrafa skráð í trúfélag eða lífsskoðunarfélag við fæðingu. Því leggja þeir til að slík skráning verði afnumin. Frumvarpið felur einnig í sér þá breytingu að þeir sem eru orðnir 13 ára að aldri geti tekið ákvörðun um inngöngu í skráð trúfélag eða lífsskoðunarfélag eða úrsögn úr slíku félagi en í núgildandi lögum er miðað við 16 ára aldur. Hvað varðar skráningu barna í trúfélög segir í frumvarpinu: „Það foreldri sem fer með forsjá barns tekur ákvörðun um inn¬göngu þess í eða úrsögn úr skráðu trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi, þar til barn er 13 ára að aldri. Ef foreldrar fara saman með forsjá barns taka þeir ákvörðun sam¬eigin¬lega. Hafi barn náð 12 ára aldri skal leita álits þess um slíka ákvörðun. Hafi forsjá barns verið falin öðrum en foreldrum á grundvelli laga tekur forsjáraðili ákvörðun um inn¬göngu þess í eða úrsögn úr skráðu trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi. Staða barns skal vera ótilgreind að þessu leyti þar til foreldri eða forsjáraðili eða barnið sjálft óskar eftir skráningu í trúfélag eða lífsskoðunarfélag.“
Alþingi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira