Handbolti

Geir mun búa í Þýskalandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Geir Sveinsson.
Geir Sveinsson. Vísir/Getty
Geir Sveinsson mun sinna störfum sínum sem landsliðsþjálfari Íslands frá Þýskalandi þar sem hann hefur búið síðustu ár.

Geir var þar til í desember þjálfari Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni en var sagt upp störfum þar þann 15. desember.

„Það er enginn beygur í mér, annars hefði ég ekki tekið að mér þetta starf,“ sagði Geir á blaðamannafundi HSÍ í dag en hann var á í Skype-sambandi við fundinn.

Hann hefur komist að samkomulagi um starfslok við Magdeburg en verður þó heimilt að taka að sér þjálfun erlends félags ef honum býðst það.

„En mitt forgangsverkefni verður að þjálfa íslenska landsliðið,“ sagði Geir.

Það voru miklar umræður á fundinum um ráðningaferlið þar sem formaður HSÍ sat fyrir svörum. Geir var ánægður með þær umræður.

„Það er gott að eiga þessa umræðu. Það eru allir sammála um að vilja gera sitt besta. Það þurfa allir að leggjast á eitt,“ sagði Geir sem verður með Óskar Bjarna Óskarsson sem aðstoðarþjálfara. Þá mun Ólafur Stefánsson áfram vera með afrekslandslið HSÍ.

Blaðamannafundur HSÍ var í beinni útsendingu á Vísi en upptöku má honum má sjá í heild sinni hér að neðan.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×