Ábyrgðin var ekki hjá fótboltaaðdáendunum Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. apríl 2016 07:00 Aðstandendur hinna látnu fagna innilega niðurstöðum rannsóknarinnar, sem lengi hefur verið beðið eftir. Fréttablaðið/EPA Heilum 27 árum eftir að nærri hundrað manns létu lífið í troðningi á fótboltavelli hefur ítarleg rannsókn leitt í ljós að lögreglan beri meginábyrgðina. Aðstandendur hinna látnu fögnuðu niðurstöðunni. David Cameron forsætisráðherra segir að þarna hafi fengist opinber staðfesting á því að fótboltaaðdáendurnir, sem voru á vellinum í Sheffield þann 15. apríl árið 1989, hafi verið alsaklausir. David Cuckenfield var yfirmaður í lögreglunni þegar harmleikurinn á Hillsborough-vellinum varð. Alls létu 96 manns lífið og 766 meiddust. Cuckenfeld er í úrskurði rannsóknarkviðdóms sagður hafa brugðist skyldu sinni og sýnt af sér vítaverða vanrækslu. Þar með hafi hann gerst sekur um manndráp. Lögreglan hafi gert margvísleg mistök sem hafi gert ástandið á vellinum hættulegra en ella hefði orðið. Meðal annars hafi lögreglunni ekki tekist að hafa stjórn á mannfjöldanum sem streymdi inn á völlinn. Þá hafi viðbrögð lögreglu og sjúkraliðs verið alltof hæg, ekki síst vegna þess að of seint hafi verið lýst yfir neyðarástandi. Þá hafi verið gerð alvarleg mistök með því að fresta ekki upphafi leiksins þegar í ljós kom að alvarlegur troðningur var að myndast. Gagnrýnt er að lögreglan hafi ekki dregið neinn lærdóm af fyrri atburðum, en hættuástand hafi nokkrum sinnum áður myndast á þessum sama leikvangi. Athygli lögreglu og fjölmiðla beindist eingöngu að áhorfendum og sökin sögð liggja hjá fótboltabullum, sem hafi hagað sér með vítaverðum hætti. „Fólk var á móti okkur. Við höfðum fjölmiðlana á móti okkur og stjórnvöld líka,“ er haft eftir Margaret Aspinall á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. „Allt var á móti okkur.“ Aspinall missti átján ára son sinn í troðningnum við Hillsborough-völlinn. Aðstandendur hinna látnu hafa lengi barist fyrir því að atburðurinn yrði rannsakaður ofan í kjölinn. Á endanum var ákveðið að leggja fjórtán spurningar fyrir níu manna kviðdóm, sem skýrði frá niðurstöðum sínum í gær. Við öllum spurningunum nema einni komst kviðdómurinn að einróma niðurstöðu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Hillsborough-slysið Bretland England Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Heilum 27 árum eftir að nærri hundrað manns létu lífið í troðningi á fótboltavelli hefur ítarleg rannsókn leitt í ljós að lögreglan beri meginábyrgðina. Aðstandendur hinna látnu fögnuðu niðurstöðunni. David Cameron forsætisráðherra segir að þarna hafi fengist opinber staðfesting á því að fótboltaaðdáendurnir, sem voru á vellinum í Sheffield þann 15. apríl árið 1989, hafi verið alsaklausir. David Cuckenfield var yfirmaður í lögreglunni þegar harmleikurinn á Hillsborough-vellinum varð. Alls létu 96 manns lífið og 766 meiddust. Cuckenfeld er í úrskurði rannsóknarkviðdóms sagður hafa brugðist skyldu sinni og sýnt af sér vítaverða vanrækslu. Þar með hafi hann gerst sekur um manndráp. Lögreglan hafi gert margvísleg mistök sem hafi gert ástandið á vellinum hættulegra en ella hefði orðið. Meðal annars hafi lögreglunni ekki tekist að hafa stjórn á mannfjöldanum sem streymdi inn á völlinn. Þá hafi viðbrögð lögreglu og sjúkraliðs verið alltof hæg, ekki síst vegna þess að of seint hafi verið lýst yfir neyðarástandi. Þá hafi verið gerð alvarleg mistök með því að fresta ekki upphafi leiksins þegar í ljós kom að alvarlegur troðningur var að myndast. Gagnrýnt er að lögreglan hafi ekki dregið neinn lærdóm af fyrri atburðum, en hættuástand hafi nokkrum sinnum áður myndast á þessum sama leikvangi. Athygli lögreglu og fjölmiðla beindist eingöngu að áhorfendum og sökin sögð liggja hjá fótboltabullum, sem hafi hagað sér með vítaverðum hætti. „Fólk var á móti okkur. Við höfðum fjölmiðlana á móti okkur og stjórnvöld líka,“ er haft eftir Margaret Aspinall á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. „Allt var á móti okkur.“ Aspinall missti átján ára son sinn í troðningnum við Hillsborough-völlinn. Aðstandendur hinna látnu hafa lengi barist fyrir því að atburðurinn yrði rannsakaður ofan í kjölinn. Á endanum var ákveðið að leggja fjórtán spurningar fyrir níu manna kviðdóm, sem skýrði frá niðurstöðum sínum í gær. Við öllum spurningunum nema einni komst kviðdómurinn að einróma niðurstöðu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Hillsborough-slysið Bretland England Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira