Myndband náðist af atvikinu þar sem sjá má górilluna Harambe, sem er 17 ára, draga drenginn. Górillan réðst ekki á drenginn, en starfsmenn dýragarðsins töldu hann vera í lífshættu. Tvær kvenkyns górillur voru einnig í gryfjunni, en þær reyndu ekki að nálgast drenginn.
Samkvæmt BBC segir framkvæmdastjóri dýragarðsins að starfsmennirnir hafi bjargað lífi drengsins.
Harambe fæddist í dýragarði í Texas en var fluttur til Cincinnati árið 2014. Starfsmenn dýragarðsins lokuðu górillugryfjunni eftir atvikið.