Viðar Örn Kjartansson var á skotskónum fyrir Malmö í 4-1 sigri á Östersunds FK í dag. Viðar hefur verið funheitur að undanförnu.
Markus Rosenborg kom Malmö yfir á sjöundu mínútu, en Viðar Örn tvöfaldaði forystuna á sjöundu mínútu.
Alex Dyer minnkaði muninn í síðari hálfleik, en Viðar Örn skoraði annað mark sitt og þriðja mark Malmö á 65. mínútu. Selfyssingurinn var ekki hættur og fullkomnaði þrennuna í uppbótartíma. Lokatölur 4-1.
Sjá einnig: Sjáðu frábært annað mark Viðars
Malmö er á toppnum með 27 stig, fjögurra stiga forskot á Norrköping, sem á þó leik til góða. Östersunds er í ellefta sætinu.
AIK og Örebro gerðu markalaust jafntefli, en Hjörtur Logi Valgarðsson fór af velli á 20. mínútu í liði Örebro. Haukur Heiðar Hauksson spilaði allan leikinn fyrir AIK.
Örebro er í þriðja sætinu með 23 stig, en AIK er í því fjórða með 22 stig.
Rúnar Már Sigurjónsson spilaði allan leikinn fyrir Sundsvall sem gerði 1-1 jafntefli við Jönköping Södra, en Kristinn Steindórsson spilaði fyrstu 73 mínúturnar.
Sundsvall er í fimmta sætinu með 19 stig, en Jönköpings er í níunda sætinu með fimmtán stig.
