Snýst um hugarfar en ekki innviðina Svavar Hávarðsson skrifar 26. maí 2016 07:00 Hraðhleðslustöðvar ON verða 13 talsins í lok árs. Fréttablaðið/Vilhelm Uppbygging innviða og betri bílar standa ekki rafbílavæðingu hérlendis fyrir þrifum, heldur þarf að verða hér hugarfarsbreyting þar sem neytendur hætta að hugsa um rafbíla og notagildi þeirra út frá gamla bensínháknum.„Vandamál“ Það hefur verið ofarlega á baugi í opinberri umræðu alllengi að rafbílavæðing á Íslandi sé háð því að byggja upp net hraðhleðslustöðva hringinn í kringum landið. Eins og staðan er í dag eru þessar stöðvar bundnar við þéttbýlustu svæði landsins suðvestanlands og á Akureyri. Því líta margir svo á að þar sem öll lengri ferðalög eru vart inni í myndinni á rafbíl þá henti þeim illa eða ekki að reka slíkan bíl – þrátt fyrir að hann sé margfalt ódýrari í rekstri.Sigurður Ingi FriðleifssonSölutölur nýrra bíla virðast styðja þá fullyrðingu að Íslendingar hafi ekki viðurkennt rafbílinn sem raunhæfan kost – þó nýskráningum rafbíla hafi fjölgað mjög á fáum árum. Á sama tíma er vitað að nýrri tegundir rafbíla komast tvöfalt eða þrefalt lengra en þeir sem nú eru á götunum. „Vandamálið“ verður því úr sögunni áður en langt um líður.Sætir furðu Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdarstjóri Orkuseturs, segir það sæta furðu að stór hluti landsmanna setji yfirleitt innviðina eitthvað fyrir sig, enda hafi hreinir rafbílar 100 til 200 kílómetra drægi og næsta kynslóð þeirra, sem koma á götuna í ýmsum útgáfum strax árið 2017, verði með 200 til 300 kílómetra drægi. Á sama tíma búi 85 prósent landsmanna innan 100 kílómetra radíuss og langflestir vel innan 50 kílómetra radíuss. Á sama tíma er meðalnotkun bíleigandans í kringum 40 kílómetrar á dag.„Þetta þýðir að langflestir geta vel notað venjulegan rafbíl hlaðinn heima fyrir 90% af sinni notkun. Til að bæta enn notkunarmöguleikana geta nú margir hlaðið í vinnunni, og möguleikar til þess munu aukast hratt, alveg eins raftengingar á tjaldsvæðum stórjukust með tilkomu hjólhýsa og tjaldvagna sem þurftu rafmagn. Aldrei var þó farið í landsátakið „rafvæðum tjaldsvæðin“. Síðan eru hraðhleðslustöðvar á einhverjum 10 stöðum innan þessa radíuss sem geta bjargað þér, ef þú klikkaðir eitthvað í heimahleðslunni eða fórst í maraþonakstur um borgina,“ segir Sigurður Ingi. Dugi þessi rök ekki til þá bendir Sigurður Ingi á að vilji allir komast norður til Akureyrar einu sinni á ári að lágmarki þá sé engin fyrirstaða. Annars vegar vegna þess að nota megi „hinn eða hina bílana sem alltof margar fjölskyldur eiga“, eða hins vegar með því að kaupa tengiltvinnbíl sem er hálfrafbíll. „Tengiltvinnbílar eru í gríðarlegri sókn og eru til í fleiri útgáfum en hreinir rafbílar. Raunar hefur sala á tengiltvinnbílum verið meiri en á hreinum rafbílum síðustu fjóra mánuði. Þeir eru líka til sem 4x4 jepplingar og sex gerðir þegar komnar á markað. Þannig að í grunninn er lítið því til fyrirstöðu að rafbílavæða landið þó að einhver hluti væri tengiltvinnbílar,“ segir Sigurður Ingi sem telur að umræðan sé yfirleitt einfölduð og í grunninn barnaleg. Allt miðist við fjölskyldu með einn bíl á heimili sem vilji hreinan rafbíl og leggist oft í langferðir, og sé því að bíða eftir þéttriðnu neti hraðhleðslustöðva hringinn í kringum landið. Þessi staða eigi sé hins vegar enga stoð í raunveruleikanum.Grænn sopi fyrir hamborgara „Hafandi sagt þetta þá styð ég auðvitað uppbyggingu hraðhleðslustöðva á hringveginum til að auka notkunarmöguleika hreinna rafbíla og auka kaup fólks á slíkum bílum. Á sama tíma hafna ég því að rafbílavæðing standi algerlega og falli með slíkum stöðvum,“ segir Sigurður Ingi. Hann segir mikilvægt að t.d. bensínstöðvar á hringveginum komi sér strax upp hefðbundnum tenglum sem kosta sáralítið. „Tengiltvinnbílar eru í dag að keyra framhjá Staðarskála á bensíninu í stað þess ferðalangarnir stoppi í klukkutíma, stingi í samband og fái sér snarl, en keyri svo 10 til 40 kílómetra á hreinni raforku út frá staðnum til norðurs eða suðurs. Þetta væri stórt framlag inn í rafbílaheiminn með afar litlum tilkostnaði. Það er raunar galið að bensínstöðvar á þjóðveginum séu ekki komnar með hræódýra tengla hjá sér til að lokka til sín tengiltvinnbílaeigendur og gefi þeim raforku í skiptum fyrir hamborgarakaup,“ segir Sigurður Ingi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Dómi í máli Alberts áfrýjað Innlent Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Innlent Fleiri fréttir Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Sjá meira
Uppbygging innviða og betri bílar standa ekki rafbílavæðingu hérlendis fyrir þrifum, heldur þarf að verða hér hugarfarsbreyting þar sem neytendur hætta að hugsa um rafbíla og notagildi þeirra út frá gamla bensínháknum.„Vandamál“ Það hefur verið ofarlega á baugi í opinberri umræðu alllengi að rafbílavæðing á Íslandi sé háð því að byggja upp net hraðhleðslustöðva hringinn í kringum landið. Eins og staðan er í dag eru þessar stöðvar bundnar við þéttbýlustu svæði landsins suðvestanlands og á Akureyri. Því líta margir svo á að þar sem öll lengri ferðalög eru vart inni í myndinni á rafbíl þá henti þeim illa eða ekki að reka slíkan bíl – þrátt fyrir að hann sé margfalt ódýrari í rekstri.Sigurður Ingi FriðleifssonSölutölur nýrra bíla virðast styðja þá fullyrðingu að Íslendingar hafi ekki viðurkennt rafbílinn sem raunhæfan kost – þó nýskráningum rafbíla hafi fjölgað mjög á fáum árum. Á sama tíma er vitað að nýrri tegundir rafbíla komast tvöfalt eða þrefalt lengra en þeir sem nú eru á götunum. „Vandamálið“ verður því úr sögunni áður en langt um líður.Sætir furðu Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdarstjóri Orkuseturs, segir það sæta furðu að stór hluti landsmanna setji yfirleitt innviðina eitthvað fyrir sig, enda hafi hreinir rafbílar 100 til 200 kílómetra drægi og næsta kynslóð þeirra, sem koma á götuna í ýmsum útgáfum strax árið 2017, verði með 200 til 300 kílómetra drægi. Á sama tíma búi 85 prósent landsmanna innan 100 kílómetra radíuss og langflestir vel innan 50 kílómetra radíuss. Á sama tíma er meðalnotkun bíleigandans í kringum 40 kílómetrar á dag.„Þetta þýðir að langflestir geta vel notað venjulegan rafbíl hlaðinn heima fyrir 90% af sinni notkun. Til að bæta enn notkunarmöguleikana geta nú margir hlaðið í vinnunni, og möguleikar til þess munu aukast hratt, alveg eins raftengingar á tjaldsvæðum stórjukust með tilkomu hjólhýsa og tjaldvagna sem þurftu rafmagn. Aldrei var þó farið í landsátakið „rafvæðum tjaldsvæðin“. Síðan eru hraðhleðslustöðvar á einhverjum 10 stöðum innan þessa radíuss sem geta bjargað þér, ef þú klikkaðir eitthvað í heimahleðslunni eða fórst í maraþonakstur um borgina,“ segir Sigurður Ingi. Dugi þessi rök ekki til þá bendir Sigurður Ingi á að vilji allir komast norður til Akureyrar einu sinni á ári að lágmarki þá sé engin fyrirstaða. Annars vegar vegna þess að nota megi „hinn eða hina bílana sem alltof margar fjölskyldur eiga“, eða hins vegar með því að kaupa tengiltvinnbíl sem er hálfrafbíll. „Tengiltvinnbílar eru í gríðarlegri sókn og eru til í fleiri útgáfum en hreinir rafbílar. Raunar hefur sala á tengiltvinnbílum verið meiri en á hreinum rafbílum síðustu fjóra mánuði. Þeir eru líka til sem 4x4 jepplingar og sex gerðir þegar komnar á markað. Þannig að í grunninn er lítið því til fyrirstöðu að rafbílavæða landið þó að einhver hluti væri tengiltvinnbílar,“ segir Sigurður Ingi sem telur að umræðan sé yfirleitt einfölduð og í grunninn barnaleg. Allt miðist við fjölskyldu með einn bíl á heimili sem vilji hreinan rafbíl og leggist oft í langferðir, og sé því að bíða eftir þéttriðnu neti hraðhleðslustöðva hringinn í kringum landið. Þessi staða eigi sé hins vegar enga stoð í raunveruleikanum.Grænn sopi fyrir hamborgara „Hafandi sagt þetta þá styð ég auðvitað uppbyggingu hraðhleðslustöðva á hringveginum til að auka notkunarmöguleika hreinna rafbíla og auka kaup fólks á slíkum bílum. Á sama tíma hafna ég því að rafbílavæðing standi algerlega og falli með slíkum stöðvum,“ segir Sigurður Ingi. Hann segir mikilvægt að t.d. bensínstöðvar á hringveginum komi sér strax upp hefðbundnum tenglum sem kosta sáralítið. „Tengiltvinnbílar eru í dag að keyra framhjá Staðarskála á bensíninu í stað þess ferðalangarnir stoppi í klukkutíma, stingi í samband og fái sér snarl, en keyri svo 10 til 40 kílómetra á hreinni raforku út frá staðnum til norðurs eða suðurs. Þetta væri stórt framlag inn í rafbílaheiminn með afar litlum tilkostnaði. Það er raunar galið að bensínstöðvar á þjóðveginum séu ekki komnar með hræódýra tengla hjá sér til að lokka til sín tengiltvinnbílaeigendur og gefi þeim raforku í skiptum fyrir hamborgarakaup,“ segir Sigurður Ingi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Dómi í máli Alberts áfrýjað Innlent Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Innlent Fleiri fréttir Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Sjá meira