Viðskipti innlent

Hafa áhyggjur af frekari hækkun

Hafliði Helgason skrifar
Hannes Sigurðsson, SA.
Hannes Sigurðsson, SA. vísir/Hanna
Samtök atvinnulífsins kalla eftir því að stjórnvöld taki upp viðræður við Seðlabankann um að lækka vexti.

Hannes G. Sigurðsson, framkvæmdastjóri SA, segir í grein á vef samtakanna að gengi krónunnar fari að óbreyttu hækkandi þar til komið verði í óefni. Ný ríkisstjórn verði að taka mið af þenslunni í efnahagslífinu og tryggja frið á vinnumarkaði.

Meðal þess sem samtökin telja mikilvægt er að lækka tryggingagjald, hafna launahækkunum kjara­ráðs og jafna lífeyrisréttindi. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×