Viðskipti innlent

Arðgreiðslur aukast milli ára

Sæunn Gísladóttir skrifar
Velta í viðskiptahagkerfinu, að undanskilinni lyfjaframleiðslu, fjármála- og vátryggingastarfsemi, var um 3.700 milljarðar króna árið 2015.
Velta í viðskiptahagkerfinu, að undanskilinni lyfjaframleiðslu, fjármála- og vátryggingastarfsemi, var um 3.700 milljarðar króna árið 2015. Fréttablaðið/GVA
Velta í viðskiptahagkerfinu, að undanskilinni lyfjaframleiðslu, fjármála- og vátryggingastarfsemi, var um 3.700 milljarðar króna árið 2015 samanborið við 3.400 milljarða króna árið 2014 og hækkaði því um 6,8 prósent á milli ára. Eigið fé jókst um rúmlega 16 prósent frá 2014 og var í lok árs 2015 um 2.600 milljarðar króna. Arðgreiðslur 2015 námu rúmlega 93 milljörðum króna sem er tæplega 8 milljarða króna aukning frá fyrra ári, eða tæplega níu prósent aukning, samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Eiginfjárhlutfall var um 42 prósent í lok árs 2015 en það er um 4 prósent aukning frá fyrra ári. Þetta hlutfall hefur hækkað að meðaltali um 4 prósentustig á ári síðan 2008, en í lok þess árs var það um 13 prósent og árin þar á undan í kringum 30 prósent.

Rekstrartekjur sjávarútvegsfyrirtækja voru 364 milljarðar króna (aukning um 4,1 prósent frá fyrra ári), fyrirtækja í einkennandi greinum ferðaþjónustunnar 479 milljarða króna (13 prósent aukning) og rekstrartekjur í framleiðslu málma 247 milljarðar króna (7 prósent aukning). Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) var um 65 milljarðar króna en samsvarandi hagnaður hjá ferðaþjónustugreinum var 40 milljarðar króna og þar af um 17 milljarðar í farþegaflutningum með flugi.

Frá 2009 hefur launakostnaður ferðaþjónustugreina aukist um 51 milljarð króna á verðlagi 2015, sem er 100 prósent aukning.  Á sama tíma hækkaði launakostnaður um 15 prósent í smásöluverslun og 19 prósent í málm­framleiðslu og sjávarútvegi.

Frá 2004 til 2015 hafa rekstrartekjur gististaða aukist um rúm­lega 42 milljarða á verðlagi ársins 2015 eða ríflega þrefaldast.  Árið 2015 voru rekstrartekjurnar 61 milljarður króna  sem er 9.5 milljarða aukning á milli ára. Samhliða aukinni veltu hefur hagnaður í grein­inni aukist og var hagnaður fyrir fjármagnsliði tæplega 6 milljarða króna árið 2015, sem er aukning um tæplega 900 m illjónir króna frá árinu áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×