Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júní 2016 19:30 Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá æfingum og rætt við skipstjóra um hvernig þeim lítist á að sigla um jarðgöng. Göngunum er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað sunnan Álasunds, en utan við Stað er veðravíti og svæsin röst, þar sem mætast straumar og öldur úr ólíkum áttum. Göngin verða nægilega stór til að rúma 85 prósent þeirra skipa sem sigla meðfram ströndum Noregs, þar á meðal farþegaferjur Hurtigruten.Göngin eiga að rúma strandferjur Hurtigruten.Grafík/Stad SkipstunnelÞar sem slík göng hafa aldrei áður verið grafin í heiminum vita menn ekki hvernig verður að sigla í gegnum þau. Svar Norðmanna er að nýta sér gerviheim tölvutækninnar, búa til sýndarveruleika og setja göngin inn í siglingahermi. Reyndir skipstjórar á flutningaskipum og farþegaferjum eru svo fengnir til að prófa hvernig þeim gengur að sigla í gegn. Tölvutæknin gefur þeim færi á að reyna sig við göngin miðað við mismunandi veður og sjólag.Stór hluti, eða um 85%, af þeim skipum sem sigla venjulega við strendur Noregs munu geta nýtt sér göngin.Grafík/Stad Skipstunnel.Tilgangurinn með þessum æfingum er að sjá hvort endurskoða þurfi hönnun áður en framkvæmdir hefjast og hefur verkefnið þegar leitt til þess að gerðar verða smávægilegar breytingar, meðal annars við gangamunna.Skipagöngin við Stað verða 1,7 kílómetrar að lengd. Hæð frá botni og upp í þak verður 49 metrar, breiddin 36 metrar og dýpt undir sjávarmáli tólf metrar á fjöru. Kostnaður er nú áætlaður um 35 milljarðar íslenskra króna. Verkefnið er komið á samgönguáætlun norska ríkisins með fyrirvara um samþykki Stórþingsins. Áætlanir miða við að byrjað verði að grafa árið 2018 og að göngin verði tilbúin árið 2021. Skipstjórunum líst vel á göngin, að því er fram kemur í viðtölum í fréttinni, sem sjá má hér að ofan. Myndefnið er frá Kystverket, siglingastofnun Noregs, og Stad Skipstunnel, sem heldur utan um verkefnið.Æfingarnar í sigingaherminum hafa leitt til þess að smávægilegar breytingar verða gerðar við gangamunna til að auðvelda mönnum að sigla inn og út.Grafík/Stad Skipstunnel. Tengdar fréttir Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45 Norska stjórnin hefur samþykkt nýstárlegar stórframkvæmdir í samgöngum Norðmenn ætla að gera skipagöng í gegnum skagann Staðarnes, Stad, sem er í vesturhluta Noregs, nyrst í Sogni og Firðafylki. Skipaskurðir eru algengir en þetta verða fyrstu skipagöng sögunnar. 14. mars 2015 13:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá æfingum og rætt við skipstjóra um hvernig þeim lítist á að sigla um jarðgöng. Göngunum er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað sunnan Álasunds, en utan við Stað er veðravíti og svæsin röst, þar sem mætast straumar og öldur úr ólíkum áttum. Göngin verða nægilega stór til að rúma 85 prósent þeirra skipa sem sigla meðfram ströndum Noregs, þar á meðal farþegaferjur Hurtigruten.Göngin eiga að rúma strandferjur Hurtigruten.Grafík/Stad SkipstunnelÞar sem slík göng hafa aldrei áður verið grafin í heiminum vita menn ekki hvernig verður að sigla í gegnum þau. Svar Norðmanna er að nýta sér gerviheim tölvutækninnar, búa til sýndarveruleika og setja göngin inn í siglingahermi. Reyndir skipstjórar á flutningaskipum og farþegaferjum eru svo fengnir til að prófa hvernig þeim gengur að sigla í gegn. Tölvutæknin gefur þeim færi á að reyna sig við göngin miðað við mismunandi veður og sjólag.Stór hluti, eða um 85%, af þeim skipum sem sigla venjulega við strendur Noregs munu geta nýtt sér göngin.Grafík/Stad Skipstunnel.Tilgangurinn með þessum æfingum er að sjá hvort endurskoða þurfi hönnun áður en framkvæmdir hefjast og hefur verkefnið þegar leitt til þess að gerðar verða smávægilegar breytingar, meðal annars við gangamunna.Skipagöngin við Stað verða 1,7 kílómetrar að lengd. Hæð frá botni og upp í þak verður 49 metrar, breiddin 36 metrar og dýpt undir sjávarmáli tólf metrar á fjöru. Kostnaður er nú áætlaður um 35 milljarðar íslenskra króna. Verkefnið er komið á samgönguáætlun norska ríkisins með fyrirvara um samþykki Stórþingsins. Áætlanir miða við að byrjað verði að grafa árið 2018 og að göngin verði tilbúin árið 2021. Skipstjórunum líst vel á göngin, að því er fram kemur í viðtölum í fréttinni, sem sjá má hér að ofan. Myndefnið er frá Kystverket, siglingastofnun Noregs, og Stad Skipstunnel, sem heldur utan um verkefnið.Æfingarnar í sigingaherminum hafa leitt til þess að smávægilegar breytingar verða gerðar við gangamunna til að auðvelda mönnum að sigla inn og út.Grafík/Stad Skipstunnel.
Tengdar fréttir Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45 Norska stjórnin hefur samþykkt nýstárlegar stórframkvæmdir í samgöngum Norðmenn ætla að gera skipagöng í gegnum skagann Staðarnes, Stad, sem er í vesturhluta Noregs, nyrst í Sogni og Firðafylki. Skipaskurðir eru algengir en þetta verða fyrstu skipagöng sögunnar. 14. mars 2015 13:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45
Norska stjórnin hefur samþykkt nýstárlegar stórframkvæmdir í samgöngum Norðmenn ætla að gera skipagöng í gegnum skagann Staðarnes, Stad, sem er í vesturhluta Noregs, nyrst í Sogni og Firðafylki. Skipaskurðir eru algengir en þetta verða fyrstu skipagöng sögunnar. 14. mars 2015 13:00