Oddný boðar 130 daga plan Þórdís Valsdóttir skrifar 4. júní 2016 07:00 Oddný Harðardóttir sagðist í þakkarræðu bjartsýn fyrir hönd Samfylkingarinnar. Vísir/Anton Brink „Við munum fylgja áætlun sem eru 130 dagar þar sem við tölum við jafnaðarmenn um allt land sem berjast fyrir bættum kjörum eins og við,“ segir Oddný G. Harðardóttir, sem í gær náði kjöri sem formaður Samfylkingarinnar. Oddný hlaut 59,9 prósent atkvæða af þeim 3.787 atkvæðum sem greidd voru í prófkjörinu. Hún tekur við embættinu af Árna Páli Árnasyni sem gegnt hefur því frá árinu 2013. Magnús Orri Schram hafnaði í öðru sæti í kjörinu, Helgi Hjörvar í því þriðja og Guðmundur Ari Sigurjónsson í fjórða. Fylgi Samfylkingarinnar hefur dalað mikið undanfarin ár. Í nýjustu skoðanakönnun Gallup um fylgi stjórnmálaflokkanna, sem birt var á fimmtudag, var Samfylkingin mæld með 7,7 prósenta fylgi. Árni Páll sagði í setningarræðu sinni á landsfundi Samfylkingarinnar að rekja mætti vanda flokksins til aðstæðna bæði innan lands og utan. Flokkurinn væri fórnarlamb eigin velgengni. Árni Páll kvaðst þakklátur fyrir sína formannstíð. „Ég hef frá hruni, í nærri átta ár, varið flestum vökustundum í glímuna við stærstu spurningar samtímans, vegna þess að þið settuð mig til þeirra verka,“ sagði Árni Páll sem setið hefur á þingi í tæp níu ár. Oddný kveðst bjartsýn fyrir hönd flokksins og segir landsfundinn ákveðinn vendipunkt fyrir hann. „Flokkurinn er að fara í gegnum málefni sín og skerpa á áherslum. Við endurnýjum ekki bara formann og varaformann heldur kemur líka nýtt fólk bæði í stjórn og framkvæmdastjórn,“ segir hún. Að sögn Oddnýjar mun vinnan við það að byggja upp flokkinn hefjast strax á mánudag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Við munum fylgja áætlun sem eru 130 dagar þar sem við tölum við jafnaðarmenn um allt land sem berjast fyrir bættum kjörum eins og við,“ segir Oddný G. Harðardóttir, sem í gær náði kjöri sem formaður Samfylkingarinnar. Oddný hlaut 59,9 prósent atkvæða af þeim 3.787 atkvæðum sem greidd voru í prófkjörinu. Hún tekur við embættinu af Árna Páli Árnasyni sem gegnt hefur því frá árinu 2013. Magnús Orri Schram hafnaði í öðru sæti í kjörinu, Helgi Hjörvar í því þriðja og Guðmundur Ari Sigurjónsson í fjórða. Fylgi Samfylkingarinnar hefur dalað mikið undanfarin ár. Í nýjustu skoðanakönnun Gallup um fylgi stjórnmálaflokkanna, sem birt var á fimmtudag, var Samfylkingin mæld með 7,7 prósenta fylgi. Árni Páll sagði í setningarræðu sinni á landsfundi Samfylkingarinnar að rekja mætti vanda flokksins til aðstæðna bæði innan lands og utan. Flokkurinn væri fórnarlamb eigin velgengni. Árni Páll kvaðst þakklátur fyrir sína formannstíð. „Ég hef frá hruni, í nærri átta ár, varið flestum vökustundum í glímuna við stærstu spurningar samtímans, vegna þess að þið settuð mig til þeirra verka,“ sagði Árni Páll sem setið hefur á þingi í tæp níu ár. Oddný kveðst bjartsýn fyrir hönd flokksins og segir landsfundinn ákveðinn vendipunkt fyrir hann. „Flokkurinn er að fara í gegnum málefni sín og skerpa á áherslum. Við endurnýjum ekki bara formann og varaformann heldur kemur líka nýtt fólk bæði í stjórn og framkvæmdastjórn,“ segir hún. Að sögn Oddnýjar mun vinnan við það að byggja upp flokkinn hefjast strax á mánudag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira