Sendiherra Íslands í Frakklandi: „Að sjá núna óttann sem þarna ríkir er ólýsanlegt“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júlí 2016 13:15 Berglind Ásgeirsdóttir er sendiherra Íslands í Frakklandi. vísir Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra Íslands í Frakklandi segir að gleðidagurinn 14. júlí, þjóðhátíðardagur Frakka, hafi breyst í sorgardag í einu vetfangi þegar maður keyrði vörubíl inn í mannfjölda í miðborg Nice í gærkvöldi. Fólk var þar samankomið til þess að halda upp á Bastilludaginn. „Fólk er hálf lamað af sorg. Ég held að líka að það sem fái enn meira á fólk sé að það eru börn á meðal látinna og það er talað um að það séu yfir 50 börn á sjúkrahúsi,“ segir Berglind en rætt var við hana í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar.Sjá einnig: Allt um ódæðið í Nice Árásin í Nice sé þriðja hryðjuverkaárásin í Frakklandi á einu og hálfu ári. Ellefu létust í hryðjuverkaárás á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París í janúar í fyrra og þá létust 130 í hryðjuverkaárásum í París í nóvember síðastliðnum.Víða í Evrópu sem fólk upplifir hryðjuverkaógn Berglind segir enga sérstaka skýringu vera á því að Frakkar verði meira fyrir barðinu á hryðjuverkamönnum en aðrar Evrópuþjóðir. „Þetta er náttúrulega víða í Evrópu sem fólk upplifir hryðjuverkaógn. Nú hefur verið aukið eftirlit mjög víða og í gær til að mynda þá tók ég eftir því að það voru 11.500 lögreglumenn við störf í París einmitt til að tryggja öryggi.“ Aflétta átti sérstökum neyðarlögum vegna hryðjuverkaógnar í Frakklandi síðar í mánuðinum en þau verða nú í gildi í að minnsta kosti þrjá mánuði í viðbót. Berglind segir að þau skerði frelsi fólks en um leið sé verið að tryggja öryggi. Aðspurð hvort hún haldi að árásin hafi áhrif á stjórnmálalífið í Frakklandi, til dæmis hvað varðar uppgang hægri öfgaflokka segir hún að svo geti verið.Hafi þau áhrif að fólk fari varlegar „En ég held að fyrst og fremst hafi þetta þau áhrif að fólk fari varlegar. Það forðast almenningssamgöngur, það vill síður láta börnin sín vera úti að leika. Þetta voru viðbrögðin við hryðjuverkunum í fyrra en svo jafnar fólk sig svo það er alveg ómögulegt að segja hvaða afleiðingar þetta hefur,“ segir Berglind. Hún bendir jafnframt á að þetta gerist í Nice sem sé mikil ferðamannaborg en milljónir ferðamanna koma árlega til borgarinnar. „Það er staðreynd að það komu mun færri ferðamenn til Parísar í kjölfar hryðjuverkanna en ég held að Suður-Frakkland hafi áfram notið mikilla vinsælda en nú er fólk skelfingu lostið þar. Það eru auðvitað margir Íslendingar núna sem voru í Nice fyrir hálfum mánuði í tengslum við knattspyrnuna sem hafa gengið þessa götu og séð hversu stórkostlegur staður þetta er og að sjá núna óttann sem þarna ríkir er ólýsanlegt.“ Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Sjónarvottar í Nice lýsa árásinni: „Við heyrðum hljóðið þegar trukkurinn keyrði á fólkið“ Maciej Czarnecki er við tungumálanám í Nice. Hann sá þegar trukkurinn keyrði inn í mannfjöldann í miðborginni á miklum hraða í gærkvöldi en að minnsta kosti 84 létust í árásinni. 15. júlí 2016 10:43 Íslendingur í Nice: „Þetta er allt mjög óraunverulegt“ Aníta Ýr Pétursdóttir segir fólk reyni að láta lífið ganga sinn vanagang eins og unnt er. 15. júlí 2016 12:16 Utanríkisráðherra segir brýnt að draga ekki ályktanir fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir Neyðarvakt utanríkisþjónustunnar hefur verið að störfum í alla nótt vegna voðaverkanna í Nice. 15. júlí 2016 08:31 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra Íslands í Frakklandi segir að gleðidagurinn 14. júlí, þjóðhátíðardagur Frakka, hafi breyst í sorgardag í einu vetfangi þegar maður keyrði vörubíl inn í mannfjölda í miðborg Nice í gærkvöldi. Fólk var þar samankomið til þess að halda upp á Bastilludaginn. „Fólk er hálf lamað af sorg. Ég held að líka að það sem fái enn meira á fólk sé að það eru börn á meðal látinna og það er talað um að það séu yfir 50 börn á sjúkrahúsi,“ segir Berglind en rætt var við hana í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar.Sjá einnig: Allt um ódæðið í Nice Árásin í Nice sé þriðja hryðjuverkaárásin í Frakklandi á einu og hálfu ári. Ellefu létust í hryðjuverkaárás á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París í janúar í fyrra og þá létust 130 í hryðjuverkaárásum í París í nóvember síðastliðnum.Víða í Evrópu sem fólk upplifir hryðjuverkaógn Berglind segir enga sérstaka skýringu vera á því að Frakkar verði meira fyrir barðinu á hryðjuverkamönnum en aðrar Evrópuþjóðir. „Þetta er náttúrulega víða í Evrópu sem fólk upplifir hryðjuverkaógn. Nú hefur verið aukið eftirlit mjög víða og í gær til að mynda þá tók ég eftir því að það voru 11.500 lögreglumenn við störf í París einmitt til að tryggja öryggi.“ Aflétta átti sérstökum neyðarlögum vegna hryðjuverkaógnar í Frakklandi síðar í mánuðinum en þau verða nú í gildi í að minnsta kosti þrjá mánuði í viðbót. Berglind segir að þau skerði frelsi fólks en um leið sé verið að tryggja öryggi. Aðspurð hvort hún haldi að árásin hafi áhrif á stjórnmálalífið í Frakklandi, til dæmis hvað varðar uppgang hægri öfgaflokka segir hún að svo geti verið.Hafi þau áhrif að fólk fari varlegar „En ég held að fyrst og fremst hafi þetta þau áhrif að fólk fari varlegar. Það forðast almenningssamgöngur, það vill síður láta börnin sín vera úti að leika. Þetta voru viðbrögðin við hryðjuverkunum í fyrra en svo jafnar fólk sig svo það er alveg ómögulegt að segja hvaða afleiðingar þetta hefur,“ segir Berglind. Hún bendir jafnframt á að þetta gerist í Nice sem sé mikil ferðamannaborg en milljónir ferðamanna koma árlega til borgarinnar. „Það er staðreynd að það komu mun færri ferðamenn til Parísar í kjölfar hryðjuverkanna en ég held að Suður-Frakkland hafi áfram notið mikilla vinsælda en nú er fólk skelfingu lostið þar. Það eru auðvitað margir Íslendingar núna sem voru í Nice fyrir hálfum mánuði í tengslum við knattspyrnuna sem hafa gengið þessa götu og séð hversu stórkostlegur staður þetta er og að sjá núna óttann sem þarna ríkir er ólýsanlegt.“
Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Sjónarvottar í Nice lýsa árásinni: „Við heyrðum hljóðið þegar trukkurinn keyrði á fólkið“ Maciej Czarnecki er við tungumálanám í Nice. Hann sá þegar trukkurinn keyrði inn í mannfjöldann í miðborginni á miklum hraða í gærkvöldi en að minnsta kosti 84 létust í árásinni. 15. júlí 2016 10:43 Íslendingur í Nice: „Þetta er allt mjög óraunverulegt“ Aníta Ýr Pétursdóttir segir fólk reyni að láta lífið ganga sinn vanagang eins og unnt er. 15. júlí 2016 12:16 Utanríkisráðherra segir brýnt að draga ekki ályktanir fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir Neyðarvakt utanríkisþjónustunnar hefur verið að störfum í alla nótt vegna voðaverkanna í Nice. 15. júlí 2016 08:31 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Sjónarvottar í Nice lýsa árásinni: „Við heyrðum hljóðið þegar trukkurinn keyrði á fólkið“ Maciej Czarnecki er við tungumálanám í Nice. Hann sá þegar trukkurinn keyrði inn í mannfjöldann í miðborginni á miklum hraða í gærkvöldi en að minnsta kosti 84 létust í árásinni. 15. júlí 2016 10:43
Íslendingur í Nice: „Þetta er allt mjög óraunverulegt“ Aníta Ýr Pétursdóttir segir fólk reyni að láta lífið ganga sinn vanagang eins og unnt er. 15. júlí 2016 12:16
Utanríkisráðherra segir brýnt að draga ekki ályktanir fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir Neyðarvakt utanríkisþjónustunnar hefur verið að störfum í alla nótt vegna voðaverkanna í Nice. 15. júlí 2016 08:31