Gary Martin spenntur að vinna aftur með Rúnari: „Ég á Víkingi mikið að þakka“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. júlí 2016 22:43 Gary Martin. vísir/eyþór „Þeir voru miklu betra liðið í kvöld, ég ætla ekki að fara neita því,“ segir Gary Martin, leikmaður Víkings, eftir sigurinn í kvöld. Víkingur vann frábæran sigur á KR, 1-0, í 12. umferð Pepsi-deildar karla. Gary lék mögulega sinn síðasta leik fyrir Víkinga í kvöld en hann fer til Lilleström á morgun og mun líklega verða lánaður til félagsins. „Ef andstæðingurinn skorar ekkert mark í leik, þá þarf bara eitt mark til að vinna leikinn. Þrjú stig eru þrjú stig og mér er alveg saman hvernig við gerðum það. Mér hefði verið sama ef ég hefði skorað tvö sjálfsmörk og fengið rautt, og við unnið.“ Gary segir að KR sé með frábært lið og eigi alls ekki að vera svona neðarlega í deildinni. „Fyrir mig er þetta enn topp þrjú lið og þess vegna eru þessi þrjú stig svona mikilvæg fyrir okkur.“Hittir fyrrum þjálfara Framherjinn er á leiðinni út til Noregs á morgun og hittir þar fyrir fyrrum þjálfara sinn, Rúnar Kristinsson. „Ég flýg út á morgun og svo sjáum við bara til hvað gerist. Það er komið tilboð í mig og Víkingur hefur samþykkt það. Ég hlakka til að hitta Rúnar, ég hef aldrei spilað betur en undir hans stjórn. Milos hefur samt sem áður gert mig að betri leikmanni og núna vinn ég meira með liðinu. Áður hugsaði ég bara um að skora mörk.“ Hann segist vera spenntur fyrir því að vinna aftur með Rúnar sem þjálfaði hann hjá KR á sínum tíma. „Ég á bara sjálfur eftir að skrifa undir og ég mun fara út á morgun og skoða þetta vel. Ég ætla bara að fara út og skoða aðstæður, hitta liðið og æfa með þeim. Ég er spenntur fyrir þessu. Ef ég enda með að fara þangað þá verð ég að fá að tala aftur við ykkur fjölmiðlamenn hér á landi. Ég á Víkingi mikið að þakka og félagið hefur reynst mér alveg gríðarlega vel. Ég fékk annan séns hér í Fossvoginum,“ segir Gary Martin en Lilleström hefur boðið honum lánssamning með forkaupsrétt á leikmanninum eftir tímabilið. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gary Martin fer til Lilleström á morgun Gary Martin, framherji Víkings R., heldur utan til Noregs í fyrramálið þar sem hann mun skoða aðstæður og æfa með Lilleström. 25. júlí 2016 22:20 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
„Þeir voru miklu betra liðið í kvöld, ég ætla ekki að fara neita því,“ segir Gary Martin, leikmaður Víkings, eftir sigurinn í kvöld. Víkingur vann frábæran sigur á KR, 1-0, í 12. umferð Pepsi-deildar karla. Gary lék mögulega sinn síðasta leik fyrir Víkinga í kvöld en hann fer til Lilleström á morgun og mun líklega verða lánaður til félagsins. „Ef andstæðingurinn skorar ekkert mark í leik, þá þarf bara eitt mark til að vinna leikinn. Þrjú stig eru þrjú stig og mér er alveg saman hvernig við gerðum það. Mér hefði verið sama ef ég hefði skorað tvö sjálfsmörk og fengið rautt, og við unnið.“ Gary segir að KR sé með frábært lið og eigi alls ekki að vera svona neðarlega í deildinni. „Fyrir mig er þetta enn topp þrjú lið og þess vegna eru þessi þrjú stig svona mikilvæg fyrir okkur.“Hittir fyrrum þjálfara Framherjinn er á leiðinni út til Noregs á morgun og hittir þar fyrir fyrrum þjálfara sinn, Rúnar Kristinsson. „Ég flýg út á morgun og svo sjáum við bara til hvað gerist. Það er komið tilboð í mig og Víkingur hefur samþykkt það. Ég hlakka til að hitta Rúnar, ég hef aldrei spilað betur en undir hans stjórn. Milos hefur samt sem áður gert mig að betri leikmanni og núna vinn ég meira með liðinu. Áður hugsaði ég bara um að skora mörk.“ Hann segist vera spenntur fyrir því að vinna aftur með Rúnar sem þjálfaði hann hjá KR á sínum tíma. „Ég á bara sjálfur eftir að skrifa undir og ég mun fara út á morgun og skoða þetta vel. Ég ætla bara að fara út og skoða aðstæður, hitta liðið og æfa með þeim. Ég er spenntur fyrir þessu. Ef ég enda með að fara þangað þá verð ég að fá að tala aftur við ykkur fjölmiðlamenn hér á landi. Ég á Víkingi mikið að þakka og félagið hefur reynst mér alveg gríðarlega vel. Ég fékk annan séns hér í Fossvoginum,“ segir Gary Martin en Lilleström hefur boðið honum lánssamning með forkaupsrétt á leikmanninum eftir tímabilið.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gary Martin fer til Lilleström á morgun Gary Martin, framherji Víkings R., heldur utan til Noregs í fyrramálið þar sem hann mun skoða aðstæður og æfa með Lilleström. 25. júlí 2016 22:20 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Gary Martin fer til Lilleström á morgun Gary Martin, framherji Víkings R., heldur utan til Noregs í fyrramálið þar sem hann mun skoða aðstæður og æfa með Lilleström. 25. júlí 2016 22:20