Jarðskjálfti af stærðinni 7,2 varð í nótt undan strönd eyríkisins Vanúatú á Suður-Kyrrahafi. Flóðbylgjuviðvörun, sem náði til Vanúatíu, Nýju Kaledóníu og Fíjí, var gefin út í kjölfarið, en hefur nú verið afturkölluð.
Skjálftinn var á um tíu kílómetra dýpi, samkvæmt mælingum bandarísku jarðvísindastofnunarinnar, en engar fregnir hafa borist af manntjóni.Skjálftar sem þessir eru nokkuð algengir á þessum slóðum. Síðast urðu öflugir skjálftar í Vanúatú í október og desember, en þeir ollu þó nokkru tjóni.
