Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - ÍA 0-3 | Slakir Fylkismenn á niðurleið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. ágúst 2016 21:00 Garðar Gunnlaugsson, framherji ÍA, skoraði í kvöld og er kominn með þrettán mörk á tímabilinu. vísir/anton ÍA vann sannfærandi sigur á Fylki, 3-0, í Pepsi-deild karla í kvöld. Sigurinn var síst of stór hjá Skagamönnum sem gengu frá leiknum snemma í síðari hálfleik. Albert Hafsteinsson, Darren Lough og Garðar Gunnlaugsson skoruðu mörk ÍA í kvöld en sá síðastnefndi er markahæsti leikmaður deildarinnar, nú með þrettán mörk. Fylkismenn höfðu ekki tapað þremur leikjum í röð og þurftu á sigri að halda til að þokast nær næstu liðum fyrir ofan sig. En fyrir vikið er Fylkir enn í fallsæti, fjórum stigum frá öruggu sæti. ÍA er nú með 25 stig í fimmta sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum frá 2. sæti deildarinnar.Af hverju vann ÍA? Það var enginn vafi á því að Skagamenn áttu skilið að fá þrjú stig í þessum leik. Þeir voru mun betri aðilinn og þurftu ekki heldur að hafa mikið fyrir því. Fylkismenn færðu þeim ódýr mörk í fyrri hálfleik og koðnuðu algerlega niður. Það var ekki fyrr en undir lok leiks, þegar úrslitin voru löngu ljós, að þeir settu einhverja pressu á gestina. Hún var meira að segja vel viðráðanleg fyrir þá gulklæddu. Fylkismenn hafa náð að spila vel í mörgum leikjum í sumar en verið óheppnir með úrslit. En því var ekki að heilsa í kvöld. Það var ekkert í leik Árbæinga sem gaf til kynna að þarna færi lið sem á nokkuð annað skilið en að vera á hraðri niðurleið í Inkasso-deildina.Hverjir stóðu upp úr? Skagamenn komust vel frá verki sínu í dag. Þeir áttu miðjuspilið og duglegir að vinna þar boltann og brjóta sóknaraðgerðir Fylkismanna á bak aftur. Hallur Flosason byrjaði af miklum krafti og lagði upp tvö marka Fylkis í kvöld og fyrir framan hann var Þórður Þorsteinn Þórðarson einnig sprækur. Tryggvi Hrafn Haraldsson kom sér í nokkur góð færi í síðari hálfleik en náði ekki að nýta sér þau. Miðjumenn Skagans lögðu þó grunninn að sigrinum, með Arnar Má Guðjónsson fremstan í flokki. Þeir sáu til þess að Fylkismenn sáu einfaldlega aldrei til sólar í leiknum.Hvað gekk illa? Varnarleikur Fylkis var afar slakur í kvöld. Fylkisvörnin var steinsofandi í fyrsta markinu og annað markið var litlu skárra. Ragnar Bragi Sveinsson missti þá Þórð Þorstein fram úr sér, braut á honum rétt utan teigs en úr aukaspyrnunni skoraði Darren Lough úr skoti sem Ólafur Íshólm átti auðveldlega að verja. Þriðja markið kom svo snemma í síðari hálfleik eftir að ein sending opnaði Fylkisvörnina upp á gátt. Miðverðirnir Tonci Radovinkovic og Sonni Ragnar Nattested voru afar ólíkir sjálfum sér og bakverðirnir Tómas Joð Þorsteinsson og Andrés Már Jóhannesson sömuleiðis. Andrés Már var færður af miðjunni í bakvörðinn til að rýma fyrir Arnari Braga Bergssyni, sem var eins og aðrir Fylkismenn engan veginn í takt við leikinn. Miðjan hjá Fylki leit skelfilega út í kvöld, ekki síður en varnarlínan.Hvað gerist næst? ÍA og Víkingur eru á svipuðum slóðum um miðja deild og mætast í næstu umferð. Það eru því afar mikilvæg stig í boði þar og sigurliðið getur stimplað sig rækilega inn í baráttuna um Evrópusæti. Fylkismenn eiga fyrir höndum erfiðan útileik gegn Fjölni, sem er í öðru sæti deildarinnar. Hver leikur verður eftir úrslitin í kvöld úrslitaleikur fyrir þá appelsínugulu en góðu fréttirnar fyrir Fylki er að ÍBV tapaði sínum leik í kvöld og er enn aðeins fjórum stigum frá næstneðsta sæti, þar sem Fylkir er nú.vísir/eyþórArnar Már: Nýtt fyrir okkur Arnar Már Guðjónsson, miðjumaður ÍA, segir að það sé spennandi lokasprettur fram undan í deildinni fyrir Skagamenn eftir 3-0 sigur á Fylki í kvöld. „Okkar plan gekk alveg upp. Þetta var framhald af síðasta leik hjá okkur. Við áttum von á Fylkismönnum alveg brjáluðum í kvöld og vorum ákveðnir í að mæta þeim,“ sagði Arnar Már. Hann vildi lítið segja um hvort að mótspyrna Fylkis hafði verið minni en hann reiknaði með. „Við gerðum það sem við ætluðum að gera og það gekk mjög vel upp. Þetta var frábær sigur,“ sagði hann en ÍA er nú stutt frá toppbaráttunni og aðeins tveimur stigum frá öðru sæti. „Þetta er nýtt fyrir okkur. Við vorum nýliðar í fyrra og enduðum í sjöunda sæti. Nú höfum við náð að koma okkur mjög vel fyrir og þetta er skemmtilegt tækifæri til að gera eitthvað.“ ÍA vann fimm leiki í röð, tapaði svo tveimur nokkuð stórt, en hafa síðan komist aftur á góðan skrið. „Það breyttist í raun ekki neitt. Menn voru kannski orðnir saddir eftir þessa fimm leikja hrinu en sem betur fer náðum við að koma okkur aftur í gang.“Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍAvísir/ernirGunnlaugur: Slökktum í þeim neista „Ég er gríðarlega ánægður með mína menn. Þetta var mjög flottur sigur og við náðum að slökkva í neista Fylkismanna strax í byrjun,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, eftir leikinn í kvöld. Hann viðurkennir að hann hafi átt von á öðruvísi Fylkisliði en mætti Skagamönnum í kvöld. „Ég fór til Eyja í síðustu umferð og sá þá spila þar. Mér fannst ég sjá neista kvikna í þeim þá og átti alveg von á þeim brjáluðum í dag.“ „Við vorum tilbúnir í leikinn, tilbúnir í einvígin. Þeir mættu allavega ekki í þau. Það eina er að við áttum að skora fleiri mörk.“ Gunnlaugur vildi lítið segja um markmið ÍA og hvort að liðið ætli sér að blanda sér í baráttuna um Evrópusæti. „Vissulega erum við ágætum málum og mun betri en fyrir nokkrum vikum. Við erum hins vegar bara að hugsa um næsta andstæðing sem er Víkingur. Við sjáum svo bara til hvernig staðan verður í september.“Hermann Hreiðarssonvísir/hannaHermann: Til háborinnar skammar Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, sagði frammistöðu sinna manna hafa valdið sér gríðarlegum vonbrigðum í kvöld. „Þetta olli mér mjög miklum vonbrigðum. Ef þú mætir ekki til leiks þá kemstu aldrei neitt áfram,“ sagði Hermann eftir leikinn í kvöld. „Það var mikill doði yfir öllu hjá okkur. Hvort sem við vorum með boltann eða ekki. Við notuðum boltann alveg hræðilega illa.“ „Það er erfitt að fá svona frammistöðu þegar búið er að setja ákveðin viðmið og gera raunhæfar væntingar til liðsins. Þá býstu við því. En þetta var algjörlega til háborinnar skammar.“ Hann segir ekkert að marka hvernig liðið hafi spilað í kvöld, leikmenn hafi brugðist. „Ég get alveg sagt þér það að leikskipulagið skiptir ekki rassgat máli. Ef að menn eru svona dofnir úti á velli og ákvarðantakan svona þá áttu aldrei séns.“ „Fyrstu tvö mörkin voru líka algjörar gjafir. ÍA fékk þau á silfurfati. Við eigum það nú eftir að geta spilað illa og fengið stig. Við höfum spilað leiki vel en ekkert fengið úr þeim.“ Hann segir þó að baráttunni sé alls ekki lokið. „Langt í frá. Það eru átján stig í pottinum og það er alveg öruggt að við munum berjast fyrir hverju einasta þeirra. Ég get alveg lofað þér því.“vísir/anton brinkAlbert Brynjar: Hættum ekki fyrr en mótið er búið Albert Brynjar Ingason, fyrirliði Fylkis gegn ÍA í kvöld, segir að hugarfar manna hafi verið slæmt í leiknum. „Menn eru mjög svekktir eftir þetta. Skiljanlega, enda ekki boðleg frammistaða fyrir stuðningsmenn Fylkis,“ sagði Albert og bætti við að menn hefðu gefið eftir í allri baráttu í kvöld. „Við gerðum ekki það sem lagt var upp með. Það hefur líka sýnt sig að ef við mætum svona til leiks þá fer svona fyrir okkur.“ Hann segir ekki auðvelt að útskýra frammistöðuna. „Líklega vantaði upp á hugarfarið sem er skrýtið enda erum við að berjast fyrir lífi okkar í deildinni og hausinn hefur verið í góðu lagi hjá okkur í sumar, þrátt fyrir allt.“ „Það var til skammar að við mættum ekki betur stemmdir til leiks. Þetta er þó ekki búið. Það hef ég sagt eftir hvern leik. Við ætlum að halda áfram og höfum bullandi trú á því sem við erum að gera. Það eru fullt af leikjum eftir og mikilvægir leikir fyrir okkur. Við hættum ekki fyrr en mótið er búið.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
ÍA vann sannfærandi sigur á Fylki, 3-0, í Pepsi-deild karla í kvöld. Sigurinn var síst of stór hjá Skagamönnum sem gengu frá leiknum snemma í síðari hálfleik. Albert Hafsteinsson, Darren Lough og Garðar Gunnlaugsson skoruðu mörk ÍA í kvöld en sá síðastnefndi er markahæsti leikmaður deildarinnar, nú með þrettán mörk. Fylkismenn höfðu ekki tapað þremur leikjum í röð og þurftu á sigri að halda til að þokast nær næstu liðum fyrir ofan sig. En fyrir vikið er Fylkir enn í fallsæti, fjórum stigum frá öruggu sæti. ÍA er nú með 25 stig í fimmta sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum frá 2. sæti deildarinnar.Af hverju vann ÍA? Það var enginn vafi á því að Skagamenn áttu skilið að fá þrjú stig í þessum leik. Þeir voru mun betri aðilinn og þurftu ekki heldur að hafa mikið fyrir því. Fylkismenn færðu þeim ódýr mörk í fyrri hálfleik og koðnuðu algerlega niður. Það var ekki fyrr en undir lok leiks, þegar úrslitin voru löngu ljós, að þeir settu einhverja pressu á gestina. Hún var meira að segja vel viðráðanleg fyrir þá gulklæddu. Fylkismenn hafa náð að spila vel í mörgum leikjum í sumar en verið óheppnir með úrslit. En því var ekki að heilsa í kvöld. Það var ekkert í leik Árbæinga sem gaf til kynna að þarna færi lið sem á nokkuð annað skilið en að vera á hraðri niðurleið í Inkasso-deildina.Hverjir stóðu upp úr? Skagamenn komust vel frá verki sínu í dag. Þeir áttu miðjuspilið og duglegir að vinna þar boltann og brjóta sóknaraðgerðir Fylkismanna á bak aftur. Hallur Flosason byrjaði af miklum krafti og lagði upp tvö marka Fylkis í kvöld og fyrir framan hann var Þórður Þorsteinn Þórðarson einnig sprækur. Tryggvi Hrafn Haraldsson kom sér í nokkur góð færi í síðari hálfleik en náði ekki að nýta sér þau. Miðjumenn Skagans lögðu þó grunninn að sigrinum, með Arnar Má Guðjónsson fremstan í flokki. Þeir sáu til þess að Fylkismenn sáu einfaldlega aldrei til sólar í leiknum.Hvað gekk illa? Varnarleikur Fylkis var afar slakur í kvöld. Fylkisvörnin var steinsofandi í fyrsta markinu og annað markið var litlu skárra. Ragnar Bragi Sveinsson missti þá Þórð Þorstein fram úr sér, braut á honum rétt utan teigs en úr aukaspyrnunni skoraði Darren Lough úr skoti sem Ólafur Íshólm átti auðveldlega að verja. Þriðja markið kom svo snemma í síðari hálfleik eftir að ein sending opnaði Fylkisvörnina upp á gátt. Miðverðirnir Tonci Radovinkovic og Sonni Ragnar Nattested voru afar ólíkir sjálfum sér og bakverðirnir Tómas Joð Þorsteinsson og Andrés Már Jóhannesson sömuleiðis. Andrés Már var færður af miðjunni í bakvörðinn til að rýma fyrir Arnari Braga Bergssyni, sem var eins og aðrir Fylkismenn engan veginn í takt við leikinn. Miðjan hjá Fylki leit skelfilega út í kvöld, ekki síður en varnarlínan.Hvað gerist næst? ÍA og Víkingur eru á svipuðum slóðum um miðja deild og mætast í næstu umferð. Það eru því afar mikilvæg stig í boði þar og sigurliðið getur stimplað sig rækilega inn í baráttuna um Evrópusæti. Fylkismenn eiga fyrir höndum erfiðan útileik gegn Fjölni, sem er í öðru sæti deildarinnar. Hver leikur verður eftir úrslitin í kvöld úrslitaleikur fyrir þá appelsínugulu en góðu fréttirnar fyrir Fylki er að ÍBV tapaði sínum leik í kvöld og er enn aðeins fjórum stigum frá næstneðsta sæti, þar sem Fylkir er nú.vísir/eyþórArnar Már: Nýtt fyrir okkur Arnar Már Guðjónsson, miðjumaður ÍA, segir að það sé spennandi lokasprettur fram undan í deildinni fyrir Skagamenn eftir 3-0 sigur á Fylki í kvöld. „Okkar plan gekk alveg upp. Þetta var framhald af síðasta leik hjá okkur. Við áttum von á Fylkismönnum alveg brjáluðum í kvöld og vorum ákveðnir í að mæta þeim,“ sagði Arnar Már. Hann vildi lítið segja um hvort að mótspyrna Fylkis hafði verið minni en hann reiknaði með. „Við gerðum það sem við ætluðum að gera og það gekk mjög vel upp. Þetta var frábær sigur,“ sagði hann en ÍA er nú stutt frá toppbaráttunni og aðeins tveimur stigum frá öðru sæti. „Þetta er nýtt fyrir okkur. Við vorum nýliðar í fyrra og enduðum í sjöunda sæti. Nú höfum við náð að koma okkur mjög vel fyrir og þetta er skemmtilegt tækifæri til að gera eitthvað.“ ÍA vann fimm leiki í röð, tapaði svo tveimur nokkuð stórt, en hafa síðan komist aftur á góðan skrið. „Það breyttist í raun ekki neitt. Menn voru kannski orðnir saddir eftir þessa fimm leikja hrinu en sem betur fer náðum við að koma okkur aftur í gang.“Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍAvísir/ernirGunnlaugur: Slökktum í þeim neista „Ég er gríðarlega ánægður með mína menn. Þetta var mjög flottur sigur og við náðum að slökkva í neista Fylkismanna strax í byrjun,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, eftir leikinn í kvöld. Hann viðurkennir að hann hafi átt von á öðruvísi Fylkisliði en mætti Skagamönnum í kvöld. „Ég fór til Eyja í síðustu umferð og sá þá spila þar. Mér fannst ég sjá neista kvikna í þeim þá og átti alveg von á þeim brjáluðum í dag.“ „Við vorum tilbúnir í leikinn, tilbúnir í einvígin. Þeir mættu allavega ekki í þau. Það eina er að við áttum að skora fleiri mörk.“ Gunnlaugur vildi lítið segja um markmið ÍA og hvort að liðið ætli sér að blanda sér í baráttuna um Evrópusæti. „Vissulega erum við ágætum málum og mun betri en fyrir nokkrum vikum. Við erum hins vegar bara að hugsa um næsta andstæðing sem er Víkingur. Við sjáum svo bara til hvernig staðan verður í september.“Hermann Hreiðarssonvísir/hannaHermann: Til háborinnar skammar Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, sagði frammistöðu sinna manna hafa valdið sér gríðarlegum vonbrigðum í kvöld. „Þetta olli mér mjög miklum vonbrigðum. Ef þú mætir ekki til leiks þá kemstu aldrei neitt áfram,“ sagði Hermann eftir leikinn í kvöld. „Það var mikill doði yfir öllu hjá okkur. Hvort sem við vorum með boltann eða ekki. Við notuðum boltann alveg hræðilega illa.“ „Það er erfitt að fá svona frammistöðu þegar búið er að setja ákveðin viðmið og gera raunhæfar væntingar til liðsins. Þá býstu við því. En þetta var algjörlega til háborinnar skammar.“ Hann segir ekkert að marka hvernig liðið hafi spilað í kvöld, leikmenn hafi brugðist. „Ég get alveg sagt þér það að leikskipulagið skiptir ekki rassgat máli. Ef að menn eru svona dofnir úti á velli og ákvarðantakan svona þá áttu aldrei séns.“ „Fyrstu tvö mörkin voru líka algjörar gjafir. ÍA fékk þau á silfurfati. Við eigum það nú eftir að geta spilað illa og fengið stig. Við höfum spilað leiki vel en ekkert fengið úr þeim.“ Hann segir þó að baráttunni sé alls ekki lokið. „Langt í frá. Það eru átján stig í pottinum og það er alveg öruggt að við munum berjast fyrir hverju einasta þeirra. Ég get alveg lofað þér því.“vísir/anton brinkAlbert Brynjar: Hættum ekki fyrr en mótið er búið Albert Brynjar Ingason, fyrirliði Fylkis gegn ÍA í kvöld, segir að hugarfar manna hafi verið slæmt í leiknum. „Menn eru mjög svekktir eftir þetta. Skiljanlega, enda ekki boðleg frammistaða fyrir stuðningsmenn Fylkis,“ sagði Albert og bætti við að menn hefðu gefið eftir í allri baráttu í kvöld. „Við gerðum ekki það sem lagt var upp með. Það hefur líka sýnt sig að ef við mætum svona til leiks þá fer svona fyrir okkur.“ Hann segir ekki auðvelt að útskýra frammistöðuna. „Líklega vantaði upp á hugarfarið sem er skrýtið enda erum við að berjast fyrir lífi okkar í deildinni og hausinn hefur verið í góðu lagi hjá okkur í sumar, þrátt fyrir allt.“ „Það var til skammar að við mættum ekki betur stemmdir til leiks. Þetta er þó ekki búið. Það hef ég sagt eftir hvern leik. Við ætlum að halda áfram og höfum bullandi trú á því sem við erum að gera. Það eru fullt af leikjum eftir og mikilvægir leikir fyrir okkur. Við hættum ekki fyrr en mótið er búið.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira