Sport

Mo Farah vann tvennuna alveg eins og fyrir fjórum árum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mo Farah fagnar sigri í nótt.
Mo Farah fagnar sigri í nótt. Vísir/Getty
Breski langhlauparinn Mo Farah varð í nótt Ólympíumeistari í 5000 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í Ríó en þetta var annað gull hans á leikunum.

Mo Farah vann einnig 10.000 þúsund metra hlaupið á dögunum en hann varði þar með báða titlana sem hann var á ÓL í London fyrir fjórum árum.

Mo Farah er aðeins annar maðurinn í sögu Ólympíuleikanan sem nær að vinna bæði 5000 og 10.000 metra hlaupið á tveimur leikum í röð. Hann komst í hóp með Finnanum Lasse Viren sem náði sömu tvennu á ÓL í München 1972 og ÓL í Montreal 1976.

Mo Farah kom í mark á 13 mínútum 3 sekúndum og 30 sekúndubrotum betur. Paul Kipkemoi Chelimo frá Bandaríkjunum var annar í mark en var hinsvegar dæmdur úr leik. Hann áfrýjaði og fékk uppreisn æru á endanum . Hagos Gebrhiwet frá Eþíópíu fékk því bronsið en ekki silfrið og Bernard Lagat frá Bandaríkjunum sat eftir með sárt ennið.

Bernard Lagat er 41 árs og 252 daga gamall og hefði orðið elsti verðlaunahafinn í hlaupagreinum á Ólympíuleikunum.  Hann var með bronsið í smá tíma eða þar til að Paul Kipkemoi Chelimo var dæmdur aftur inn eftir að hafa verið dæmdur úr leik.

„Þetta sannar að þetta var engin tilviljun í London. Að ná þessu aftur er ótrúlegt. Ég trúi þessu varla," sagði Mo Farah eftir hlaupið.

Mo Farah hefur nú unnið níu gull á Ólympíuleikum (4) og heimsmeistaramótum (5) en hann vann tvennuna líka á síðustu tveimur heimeistaramótum 2013 og 2015. Engin annar langhlauoari hefur unnið fleiri slíka titla á ferlinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×