Strákarnir falla um fjögur sæti en eru áfram konungar norðursins Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. september 2016 10:00 Strákarnir eru áfram bestir á Norðurlöndum. vísir/epa Spænski tölfræðisnillingurinn Alexis Martín sem gengur undir nafinu Mr. Chip á Twitter er búinn að reikna út efstu 60 sætin á heimslista FIFA sem birtur verður næst 15. september. Þetta gerir Martín eftir hverja landsleikjaviku og honum skeikar vanalega aldrei um eitt einasta stig. Strákarnir okkar, sem féllu um eitt sæti á síðasta lista, falla nú um fjögur sæti niður í 27. sæti heimslistans eftir jafnteflið gegn Úkraínu í Kænugarði á mánudagskvöldið. Íslenska liðið var í 22. sæti á listanum sem var birtur skömmu eftir að Evrópumótinu í Frakklandi lauk en féll um eitt sæti niður í það 23. á listanum í ágúst þrátt fyrir að spila ekki leik.Alfreð Finnbogason skoraði markið gegn Úkraínu.vísir/epaNorðmenn út af topp 60 Nú fara strákarnir niður í 27. sæti en verða tveimur sætum fyrir ofan Úkraínu sem það gerði jafntefli við á mánudagskvöldið. Króatar eru efstir af liðunum í riðli Íslands í undankeppni HM en þeir eru í 15. sæti og Tyrkir eru í 21. sæti. Strákarnir okkar eru sem fyrr langbesta lið Norðurlanda samkvæmt heimslistanum og halda sæmdarheitinu konungar norðursins. Svíar verða næstir okkur Íslendingum á nýjum heimslista í 41. sæti og Danir verða í þriðja sæti af Norðurlandaþjóðunum í 46. sæti listans. Alexis reiknar bara út 60 efstu sætin en Norðmenn virðast hríðfalla á næsta lista því þeir voru í 50. sæti en eru ekki á topp 60 að þessu sinni. Noregur tapaði vináttuleik gegn Hvíta-Rússlandi í síðustu viku og lét Þýskaland svo pakka sér saman í undankeppni HM á sunnudaginn. Finnar, sem eru með Íslendingum í riðli, voru í 61. sæti á síðasta lista og virðast ekki skríða inn á topp 60 og þar eru Færeyingar ekki heldur. Argentína mun halda efsta sætinu á listanum og Belgar verða áfram í öðru sæti en Kólumbíumenn og Þjóðverjar deila 3.-4. sætinu. Efstu 60 sætin á næsta heimslista má sjá hér að neðan.Recién sacado del horno, el TOP-60 del Ranking FIFA que veréis publicado el próximo 15-Septiembre. Disfrutadlo ;-) pic.twitter.com/uSQAvVKa9C— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) September 7, 2016 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Myndaveisla frá jafnteflinu í Úkraínu Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik liðsins í undankeppni fyrir HM í Rússlandi sem fram fer sumarið 2018. 5. september 2016 21:38 Ásættanleg byrjun í Úkraínu Ísland hóf vegferð sína að sæti í úrslitakeppni HM 2018 í Rússlandi með því að gera jafntefli við sterkt lið Úkraínu ytra í gær, 1-1. Strákarnir byrjuðu leikinn af krafti en gátu að lokum prísað sig sæla að ná stigi. 6. september 2016 06:00 Sjáðu samantekt úr leiknum í Kænugarði Eitt stig var niðurstaðan í fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2018. 6. september 2016 09:00 Umfjöllun: Úkraína - Ísland 1-1 | Stig í Kænugarði Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018. 5. september 2016 21:00 Shevchenko: Vorum að spila gegn mjög góðu liði Andriy Shevchenko, þjálfara úkraínska landsliðsins í knattspyrnu, fannst liðið eiga meiri möguleika en Ísland á að vinna leik liðanna í kvöld. 5. september 2016 22:25 Jóhann Berg: Skrítið að spila án áhorfenda Jóhann Berg Guðmundsson spilar sinn 53. landsleik í kvöld er Ísland mætir Úkraínu. 5. september 2016 10:45 Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti Dagskráin: Víkingar í umspili Sambandsdeildar og Bónus deildin í körfu Sport Fleiri fréttir Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjá meira
Spænski tölfræðisnillingurinn Alexis Martín sem gengur undir nafinu Mr. Chip á Twitter er búinn að reikna út efstu 60 sætin á heimslista FIFA sem birtur verður næst 15. september. Þetta gerir Martín eftir hverja landsleikjaviku og honum skeikar vanalega aldrei um eitt einasta stig. Strákarnir okkar, sem féllu um eitt sæti á síðasta lista, falla nú um fjögur sæti niður í 27. sæti heimslistans eftir jafnteflið gegn Úkraínu í Kænugarði á mánudagskvöldið. Íslenska liðið var í 22. sæti á listanum sem var birtur skömmu eftir að Evrópumótinu í Frakklandi lauk en féll um eitt sæti niður í það 23. á listanum í ágúst þrátt fyrir að spila ekki leik.Alfreð Finnbogason skoraði markið gegn Úkraínu.vísir/epaNorðmenn út af topp 60 Nú fara strákarnir niður í 27. sæti en verða tveimur sætum fyrir ofan Úkraínu sem það gerði jafntefli við á mánudagskvöldið. Króatar eru efstir af liðunum í riðli Íslands í undankeppni HM en þeir eru í 15. sæti og Tyrkir eru í 21. sæti. Strákarnir okkar eru sem fyrr langbesta lið Norðurlanda samkvæmt heimslistanum og halda sæmdarheitinu konungar norðursins. Svíar verða næstir okkur Íslendingum á nýjum heimslista í 41. sæti og Danir verða í þriðja sæti af Norðurlandaþjóðunum í 46. sæti listans. Alexis reiknar bara út 60 efstu sætin en Norðmenn virðast hríðfalla á næsta lista því þeir voru í 50. sæti en eru ekki á topp 60 að þessu sinni. Noregur tapaði vináttuleik gegn Hvíta-Rússlandi í síðustu viku og lét Þýskaland svo pakka sér saman í undankeppni HM á sunnudaginn. Finnar, sem eru með Íslendingum í riðli, voru í 61. sæti á síðasta lista og virðast ekki skríða inn á topp 60 og þar eru Færeyingar ekki heldur. Argentína mun halda efsta sætinu á listanum og Belgar verða áfram í öðru sæti en Kólumbíumenn og Þjóðverjar deila 3.-4. sætinu. Efstu 60 sætin á næsta heimslista má sjá hér að neðan.Recién sacado del horno, el TOP-60 del Ranking FIFA que veréis publicado el próximo 15-Septiembre. Disfrutadlo ;-) pic.twitter.com/uSQAvVKa9C— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) September 7, 2016
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Myndaveisla frá jafnteflinu í Úkraínu Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik liðsins í undankeppni fyrir HM í Rússlandi sem fram fer sumarið 2018. 5. september 2016 21:38 Ásættanleg byrjun í Úkraínu Ísland hóf vegferð sína að sæti í úrslitakeppni HM 2018 í Rússlandi með því að gera jafntefli við sterkt lið Úkraínu ytra í gær, 1-1. Strákarnir byrjuðu leikinn af krafti en gátu að lokum prísað sig sæla að ná stigi. 6. september 2016 06:00 Sjáðu samantekt úr leiknum í Kænugarði Eitt stig var niðurstaðan í fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2018. 6. september 2016 09:00 Umfjöllun: Úkraína - Ísland 1-1 | Stig í Kænugarði Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018. 5. september 2016 21:00 Shevchenko: Vorum að spila gegn mjög góðu liði Andriy Shevchenko, þjálfara úkraínska landsliðsins í knattspyrnu, fannst liðið eiga meiri möguleika en Ísland á að vinna leik liðanna í kvöld. 5. september 2016 22:25 Jóhann Berg: Skrítið að spila án áhorfenda Jóhann Berg Guðmundsson spilar sinn 53. landsleik í kvöld er Ísland mætir Úkraínu. 5. september 2016 10:45 Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti Dagskráin: Víkingar í umspili Sambandsdeildar og Bónus deildin í körfu Sport Fleiri fréttir Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjá meira
Myndaveisla frá jafnteflinu í Úkraínu Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik liðsins í undankeppni fyrir HM í Rússlandi sem fram fer sumarið 2018. 5. september 2016 21:38
Ásættanleg byrjun í Úkraínu Ísland hóf vegferð sína að sæti í úrslitakeppni HM 2018 í Rússlandi með því að gera jafntefli við sterkt lið Úkraínu ytra í gær, 1-1. Strákarnir byrjuðu leikinn af krafti en gátu að lokum prísað sig sæla að ná stigi. 6. september 2016 06:00
Sjáðu samantekt úr leiknum í Kænugarði Eitt stig var niðurstaðan í fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2018. 6. september 2016 09:00
Umfjöllun: Úkraína - Ísland 1-1 | Stig í Kænugarði Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018. 5. september 2016 21:00
Shevchenko: Vorum að spila gegn mjög góðu liði Andriy Shevchenko, þjálfara úkraínska landsliðsins í knattspyrnu, fannst liðið eiga meiri möguleika en Ísland á að vinna leik liðanna í kvöld. 5. september 2016 22:25
Jóhann Berg: Skrítið að spila án áhorfenda Jóhann Berg Guðmundsson spilar sinn 53. landsleik í kvöld er Ísland mætir Úkraínu. 5. september 2016 10:45