Innlent

Réttað úr Hraunsrétt í 187. sinn

Sveinn Arnarsson skrifar
Gríðarleg bleyta var á laugareginum þegar gangnamennirnir 26 ráku féð úr aðhaldi á Reykjaheiði nður í Hraunsrétt
Gríðarleg bleyta var á laugareginum þegar gangnamennirnir 26 ráku féð úr aðhaldi á Reykjaheiði nður í Hraunsrétt Mynd/Hrannar Guðmundsson
Réttað var í Hraunsrétt í Aðaldal í 187 sinn síðastliðinn sunnudag. Réttin hefur staðið á sama stað frá árinu 1830 og hafa um tíu til tólf kynslóðir manna á bæjum í Aðaldalnum réttað úr Hraunsrétt.

Sæþór Gunnsteinsson, bóndi í Presthvammi og gangnaforingi, segir smölun á Þeistareykjasvæðinu hafa gengið vel þrátt fyrir úrhellisrigningar síðastliðna daga. 

Sæþór Gunnsteinsson, gangnafornig og bóndi í Presthvammi til vinstri. Til hægri er Guðmundur Ágúst Jónsson, bóndi í FagraneskotiMynd/Hildur Rós
„Við fórum upp á fimmtudaginn og smölum óhemjulandflæmi á Reykjaheiði milli Kelduhverfis og Mývatnssveitar. Erum við 26 gangnamenn. Þrátt fyrir glórulaust vatnsveður gekk okkur ágætla á fimmtudeginum og kláruðum að smala svæðið á föstudagskvöld,“ segir Sæþór. 

Hann segir gangnaforingajstarfið með því betra sem þekkist enda eina starfið sem eftir er á Íslandi þar sem algjört einræði ríkir. „Á laugardaginn rekum við svo safnið niður um átján kílómetra leið niður í Hraunsrétt og tekur það okkur oftast um tólf tíma. þá lentum við einnig í gjörsamlega ausandi rigningur og komu menn hundblautir niður þrátt fyrir að vera vel gallaðir. Það skiptir engu í svona veðrum hversu vel þú ert klæddur, maður verður alltaf blautur,“ segir Sæþór. 

Fyrir rúmum tveim áratugum var Hraunsrétt orðin nokkuð léleg og voru umræður um það í sveitinni hvort byggja ætti nýja rét á öðrum stað. Það gerðist iðulega að réttin fylltist af vatni úr Laxá í Aðaldal sem flæddi yfir hana og með tímanum eyddist úr henni. „Við fengur út úr því að hún var byggð upp á sama stað og í dag er hún mjög góð,“ 

Það er til siðs í Hraunsrétt að menn klæðist hvítum skyrtum og rauðu bindi þegar dregið er í dilka og réttarkórinn tekur lagið. Hefur þessi hefði viðhaldist lengi.  

Kórinn æfir aldrei nema við söng í réttarstörf. Hinsvegar, einhverra hluta vegan, var gerð undantekning í ár. „Því er nú ver og miður að menn hafi æft sig því söngurinn hefur aldrei tekist eins illa,“ sagði gangnaforinginn léttur í bragði. 

Í myndbandinu hér að neðan gefur að líta þegar safnið var rekið inn á sunnudagsmorgun. Sá sem tók myndbandið er Sr. Þorgímur Daníelsson, sóknarprestur á Grenjaðarstað í Aðaldal. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×