Viðskipti innlent

Þrenn verðlaun Alvogen

Hafliði Helgason skrifar
Róbert Wessman og Martina Feitzinger tóku við verðlaunum fyrir hönd Alvogen
Róbert Wessman og Martina Feitzinger tóku við verðlaunum fyrir hönd Alvogen
Lyfjafyrirtækið Alvogen vann til þriggja verðlauna á alþjóðlegri lyfjasýningu sem haldin er í vikunni. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og er að þessu sinni haldin í Barcelona þar sem öll stærstu lyfjafyrirtæki heims taka þátt. Alvogen hlaut verðlaun fyrir skráningu og markaðssetningu tveggja stórra lyfja í Evrópu á þessu ári. Alls hlaut Alvogen sjö tilnefningar til verðlauna en veitt voru verðlaun í fjórtán flokkum.

Verðlaunin bera heitið Global Generics & Biosimilars Awards og eru veitt af breska fagtímaritinu, Generics Bulletin, sem er stærsta alþjóðlega fréttaveita fyrir samheitalyfjageirann.

Alvogen var eins og áður segir verðlaunað fyrir skráningu og markaðssetningu tveggja lyfja en lyfin eru markaðssett undir nöfnunum Remurel og Goserelin og nýtast við meðhöndlun fyrir MS og krabbameinssjúklinga og verða í hópi söluhæstu lyfja Alvogen í Evrópu á þessu ári






Fleiri fréttir

Sjá meira


×