Fótbolti

Þorsteinn: Við förum áfram eftir vító

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þorsteinn var ánægður með lið Breiðabliks í kvöld.
Þorsteinn var ánægður með lið Breiðabliks í kvöld. vísir/eyþór
„Ég er aldrei sáttur við að tapa. En við héldum skipulagi og gáfum ekki mörg færi á okkur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tapið gegn Rosengård í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Rosengård komst yfir snemma leiks í dag en Blikar létu ekki það slá sig af laginu.

„Ég er ánægður með allan leikinn fyrir utan fyrstu 10-15 mínúturnar. Við vorum óöruggar í upphafi leiks en það lagaðist eftir því sem leið á leikinn. Þá þorðum við að gera meira og höfðum meiri trú á því sem við vorum að gera.“

Þorsteinn segir að það hafi verið skjálfti í hans leikmönnum í upphafi en að þeir hafi unnið sig vel inn í leikinn. „Ég var helst ánægður með það enda vorum við að spila við heimsklassaleikmenn í dag,“ sagði Þorsteinn.

Hann hrósaði ungu leikmönnum Breiðabliks fyrir frammistöðuna gegn sterku liði við erfiðar aðstæður.

„Arna Dís [Arnþórsdóttir] og Ingibjörg [Sigurðardóttir] voru frábærar og Sonný Lára [Þráinsdóttir] sýndi að hún er besti markvörðurinn sem spilar á Íslandi í dag.“

Þorsteinn ætlar að að nálgast síðari leikinn svipað og þann í dag. „Við ætlum að gefa fá færi á okkur, nýta okkar færi og vinna 1-0. Þá förum við í framlengingu og við komumst svo áfram eftir vítaspyrnukeppni.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×