Innlent

Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir vonbrigðum

Atli ísleifsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Anton
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir fyrstu viðbrögð sín varðandi niðurstöðu formannskjörsins vera vonbrigði.

Sigurður Ingi hafði betur gegn Sigmundi Davíð í formannskjörinu, þar sem Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða en Sigmundur Davíð 46 prósent.

Aðspurður um framhald sitt í Framsóknarflokknum, bæði varðandi efsta sæti hans á lista flokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi kosningar og starfið í flokknum almennt, vildi hann ekki segja af né á, þegar fréttastofa náði tali af honum skömmu eftir að niðurstaðan lá fyrir.

Sigmundur Davíð yfirgaf stóra sal Háskólabíós þegar Sigurður Ingi bað gesti um að standa upp og taka höndum saman.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×