FA gæti haft samband við Mourinho vegna ummæla um Taylor Smári Jökull Jónsson skrifar 16. október 2016 16:03 Jose Mourinho knattspyrnustjóri Manchester United. vísir/getty Jose Mourinho gæti verið í vandræðum vegna ummæla sinna um dómarann Anthony Taylor sem dæmir leik Liverpool og Manchester United annað kvöld. Anthony Taylor mun halda á flautunni þegar Liverpool tekur á móti Manchester United í stórleik í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Taylor er búsettur í nágrenni Old Trafford, sem er heimavöllur United, og það vakti athygli í umræðu um leikinn í vikunni. Fyrrum dómarinn Keith Hacket sagði til dæmis að sú staðreynd að Taylor sé búsettur svo nálægt Old Trafford setti á hann auka pressu fyrir leikinn. Taylor dæmir fyrir utandeildarliðið Altrincham. Nú hefur Mourinho blandað sér í umræðuna og vill meina að erfitt verði fyrir Taylor að dæma vel í leiknum á morgun. „Ég hef skoðun á málinu en ég hef lært mína lexíu eftir að hafa verið svo oft refsað fyrir hvað ég segi, þannig að ég vil ekki tjá mig um þetta,“ sagði Mourinho en bætti þó við. „Mér finnst herra Taylor vera mjög góður dómari en ég held að það sé einhver vísvitandi að setja pressu á hann og ég held að það verði erfitt fyrir hann að sýna góða frammistöðu.“ Þessi ummæli gætu komið Mourinho í vandræði því samkvæmt reglum FA mega leikmenn eða þjálfarar ekki tjá sig um dómara fyrir leiki á hátt sem gæti haft áhrif á þeirra störf. Þessar reglur voru settar árið 2009. Samkvæmt frétt Sky Sports er enska knattspyrnusambandið að skoða ummæli Mourinho og munu hafa samband við knattspyrnustjórann til að athuga hvort rannsaka þurfi málið frekar. Leikur Liverpool og Manchester United verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19:00 annað kvöld. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Í beinni: Liverpool - Manchester United | Erkifjendur mætast í vetrarríki Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira
Jose Mourinho gæti verið í vandræðum vegna ummæla sinna um dómarann Anthony Taylor sem dæmir leik Liverpool og Manchester United annað kvöld. Anthony Taylor mun halda á flautunni þegar Liverpool tekur á móti Manchester United í stórleik í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Taylor er búsettur í nágrenni Old Trafford, sem er heimavöllur United, og það vakti athygli í umræðu um leikinn í vikunni. Fyrrum dómarinn Keith Hacket sagði til dæmis að sú staðreynd að Taylor sé búsettur svo nálægt Old Trafford setti á hann auka pressu fyrir leikinn. Taylor dæmir fyrir utandeildarliðið Altrincham. Nú hefur Mourinho blandað sér í umræðuna og vill meina að erfitt verði fyrir Taylor að dæma vel í leiknum á morgun. „Ég hef skoðun á málinu en ég hef lært mína lexíu eftir að hafa verið svo oft refsað fyrir hvað ég segi, þannig að ég vil ekki tjá mig um þetta,“ sagði Mourinho en bætti þó við. „Mér finnst herra Taylor vera mjög góður dómari en ég held að það sé einhver vísvitandi að setja pressu á hann og ég held að það verði erfitt fyrir hann að sýna góða frammistöðu.“ Þessi ummæli gætu komið Mourinho í vandræði því samkvæmt reglum FA mega leikmenn eða þjálfarar ekki tjá sig um dómara fyrir leiki á hátt sem gæti haft áhrif á þeirra störf. Þessar reglur voru settar árið 2009. Samkvæmt frétt Sky Sports er enska knattspyrnusambandið að skoða ummæli Mourinho og munu hafa samband við knattspyrnustjórann til að athuga hvort rannsaka þurfi málið frekar. Leikur Liverpool og Manchester United verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19:00 annað kvöld.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Í beinni: Liverpool - Manchester United | Erkifjendur mætast í vetrarríki Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira