Viðskipti innlent

Kex tapaði 37,5 milljónum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Kex Hostel ehf. var stofnað árið 2010.
Kex Hostel ehf. var stofnað árið 2010. vísir/valli
Kex Hostel ehf., sem rekur samnefnt hostel í Reykjavík, tapaði 37,5 milljónum króna árið 2015. Þar af eru 19,5 milljónir króna vegna hlutdeildar í tapi dótturfélaga. Tapið jókst eilítið, en það nam 35 milljónum árið 2014.

Bókfært eigið fé félagsins í árslok 2015 var neikvætt um 65 milljónir króna, samanborið við að vera jákvætt um 2,5 milljónir árið 2014. Eignir í árslok námu 247,9 milljónum króna, samanborið við 306,5 milljónir króna árið áður.

Kex Hostel ehf. var stofnað árið 2010. Hlutafé félagsins nam 20 milljónum króna í árslok 2015. Stærstu hluthafar voru Gamli Blakkur ehf., KP ehf., Dagur Sigurðsson, Fiskisund ehf., og Pétur Marteinsson.

Kex Hostel á 75 prósenta hlut í Sæmundi í sparifötunum sem meðal annars rekur samnefndan veitingastað á Kexi Hosteli, og rekur veitingastaðinn Dill. Kex Port ehf. og Kexland eru svo dótturfélög Kex Hostels. Að meðaltali var 21 stöðugildi hjá félaginu á árinu 2015. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×