Aron Elís: Þeir ætla ekki að leyfa okkur að halda eitthvað partý hérna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2016 21:30 Aron Elís Þrándarson. Vísir/Stefán Íslenska 21 árs landsliðið í fótbolta er aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Póllandi næsta sumar. Strákarnir þurfa að vinna Úkraínu á Laugardalsvellinum á morgun í lokaleik sínum í undankeppninni en sigur myndi tryggja liðinu efsta sætið í riðlinum og þar með sæti í tólf liða úrslitakeppninni í júní 2017. Aron Elís Þrándarson skoraði fyrra mark íslenska liðsins í sigrinum mikilvæga á Skotum á miðvikudaginn var. Hann hefur spilað alla níu leiki liðsins í undankeppninni til þessa. „Stemmningin er bara gríðarlega góð. Við erum búnir að bíða eftir þessu í langan tíma. Við stefndum að þessu fyrir keppnina og hingað erum við komnir,“ sagði Aron Elís Þrándarson í viðtali við Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamann 365, á æfingu liðsins í dag. Úkraínska liðið á ekki möguleika á því að komast áfram og er því bara að spila upp á heiðurinn á Laugardalsvellinum á morgun. Við hverju býst íslenska landsliðið af liði Úkraínu á morgun? „Við horfðum á þá í fyrradag og þeir eru mjög góðir. Þeir eru sérstaklega góðir með boltann. Þeir eru búnir að yngja upp í liðinu en þeir eru að fara koma hingað og gefa okkur hörkuleik. Þeir ætla ekki að leyfa okkur að halda eitthvað partý hérna,“ sagði Aron Elís. „Við setum þá kröfu á okkur sjálfa að klára þetta. Við erum alltof nálægt þessu til að fara að klúðra þessu. Þetta er ekkert flókið, við ætlum bara að koma hingað á morgun og vinna þetta," sagði Aron Elís en hvað þarf íslenska liðið þá að gera? „Við þurfum að halda í okkar skipulag, ekki vera of æstir í að fara að sækja markið strax og vera bara rólegir því þá held ég að þetta komi bara,“ sagði Aron Elís. „Við verðum bara þolinmóðir og spilum okkar leik. Við ætlum ekkert að breyta því og vonandi bara klárum við þetta,“ sagði Aron. Úrslitakeppni í Póllandi næsta sumar gæti opnað margar dyr fyrir íslensku strákana. „Þetta er þvílíkur gluggi fyrir alla í liðinu. Það eru margir í liðinu sem eru að spila á Íslandi og þetta er því gríðarlega stór gluggi fyrir þá að komast á þetta lokamót. Við settum það markmið fyrir keppnina að komast til Póllands og við erum svo nálægt því núna,“ sagði Aron Elís Þrándarson en það er hægt að sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan.Leikur Íslands og Úkraínu hefst klukkan 16.45 á Laugardalsvellinum á morgun og verður líka sýndur beint á Stöð 2 Sport.Viðtalið við Aron Elís Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Íslenska 21 árs landsliðið í fótbolta er aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Póllandi næsta sumar. Strákarnir þurfa að vinna Úkraínu á Laugardalsvellinum á morgun í lokaleik sínum í undankeppninni en sigur myndi tryggja liðinu efsta sætið í riðlinum og þar með sæti í tólf liða úrslitakeppninni í júní 2017. Aron Elís Þrándarson skoraði fyrra mark íslenska liðsins í sigrinum mikilvæga á Skotum á miðvikudaginn var. Hann hefur spilað alla níu leiki liðsins í undankeppninni til þessa. „Stemmningin er bara gríðarlega góð. Við erum búnir að bíða eftir þessu í langan tíma. Við stefndum að þessu fyrir keppnina og hingað erum við komnir,“ sagði Aron Elís Þrándarson í viðtali við Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamann 365, á æfingu liðsins í dag. Úkraínska liðið á ekki möguleika á því að komast áfram og er því bara að spila upp á heiðurinn á Laugardalsvellinum á morgun. Við hverju býst íslenska landsliðið af liði Úkraínu á morgun? „Við horfðum á þá í fyrradag og þeir eru mjög góðir. Þeir eru sérstaklega góðir með boltann. Þeir eru búnir að yngja upp í liðinu en þeir eru að fara koma hingað og gefa okkur hörkuleik. Þeir ætla ekki að leyfa okkur að halda eitthvað partý hérna,“ sagði Aron Elís. „Við setum þá kröfu á okkur sjálfa að klára þetta. Við erum alltof nálægt þessu til að fara að klúðra þessu. Þetta er ekkert flókið, við ætlum bara að koma hingað á morgun og vinna þetta," sagði Aron Elís en hvað þarf íslenska liðið þá að gera? „Við þurfum að halda í okkar skipulag, ekki vera of æstir í að fara að sækja markið strax og vera bara rólegir því þá held ég að þetta komi bara,“ sagði Aron Elís. „Við verðum bara þolinmóðir og spilum okkar leik. Við ætlum ekkert að breyta því og vonandi bara klárum við þetta,“ sagði Aron. Úrslitakeppni í Póllandi næsta sumar gæti opnað margar dyr fyrir íslensku strákana. „Þetta er þvílíkur gluggi fyrir alla í liðinu. Það eru margir í liðinu sem eru að spila á Íslandi og þetta er því gríðarlega stór gluggi fyrir þá að komast á þetta lokamót. Við settum það markmið fyrir keppnina að komast til Póllands og við erum svo nálægt því núna,“ sagði Aron Elís Þrándarson en það er hægt að sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan.Leikur Íslands og Úkraínu hefst klukkan 16.45 á Laugardalsvellinum á morgun og verður líka sýndur beint á Stöð 2 Sport.Viðtalið við Aron Elís
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira