Viðskipti innlent

Erlenda þyrstir í vatn frá Ísafirði

Benedikt Bóas Hinriksson skrifar
Íslenskt vatn hressir bætir og kætir. Jafnvel bæjarsjóði.
Íslenskt vatn hressir bætir og kætir. Jafnvel bæjarsjóði. Vísir/Getty
Alþjóðlegu fyrirtækin Amel Group og Gallani Consultans vilja hefja viðræður við Ísafjarðarbæ um að kaupa af bænum vatn. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að fyrirtækin vilji setja vatnið á skip.

„Við setjum þann fyrirvara á þessar viðræður að það þurfi að tryggja sjálfbærni fyrir sveitarfélagið og að magnið sé ekki of mikið, þannig að íbúar og fyrirtæki finni ekki fyrir því,“ segir Gísli.

Amel Group er frá Kanada en Gallani Consultans er ráðgjafafyrirtæki frá London. Segir Gísli að bærinn hafi skoðað fyrirtækin og þau séu traustsins verð.

„Við erum ekki að gera okkur neinar grillur með þetta en erum opin fyrir viðræðum. Í fyrsta bréfi þeirra töluðu fyrirtækin um að setja vatnið á stór tankskip en hvort það sé endanlegt markmið veit ég ekki. Þau vilja allavega fá vatnsforða til útflutnings,“ segir bæjarstjórinn. Bærinn þurfi þó að passa að eiga nægt vant fyrir sig.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×