Viðskipti innlent

Landsbankinn greiddi mesta skatta

Sæunn Gísladóttir skrifar
Hinir viðskiptabankarnir greiddu heldur minna en Landsbankinn í álagningu árið 2016.
Hinir viðskiptabankarnir greiddu heldur minna en Landsbankinn í álagningu árið 2016. Vísir/Rósa Jóhannsdóttir
Landsbankinn hf var hæsti gjaldandi ríkisskattstjóra árið 2015 og greiddi 12,4 milljarða í heildarálagningu. Fast á fætur honum kemur Ríkissjóður Íslands sem greiddi 11,3 milljarða. Þetta kemur fram í Álagningu lögaðila 2016 sem ríkisskattstjóri birti nýverið.

Hinir viðskiptabankarnir greiddu heldur minna. Arion banki greiddi 6,8 milljarða kóna, en Íslandsbanki 5,2 milljarða. GLB Holding greiddi svo 3,6 milljarða en Reykjavíkurborg 3,5 milljarða.

Heildarálagning lögaðila á árinu nemur 172,4 milljörðum króna, en á árinu 2015 nam hún 183,8 milljörðum króna. Fram kemur í tilkynningu að 6,22 prósent samdráttur skýrist af lækkun sérstaks skatts á fjármálafyrirtæki úr 33,65 milljörðum árið 2015 í 8,7 milljarða árið 2016 vegna uppgjörs þrotabúa bankanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×