Viðskipti innlent

Vöxtur hjá Eik

Hafliði Helgason skrifar
Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar
Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar
Hagnaður fasteignafélagsins Eikar nam 963 milljónum króna á þriðja fjórðungi ársins. Rekstrartekjur námu 18 milljörðum króna. Rekstrar­hagnaður fyrir matsbreytingar og fjármagnsgjöld nam 1.229 milljónum króna á fjórðungnum.

Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingar og fjármagnsgjöld nam 3.354 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins og heildarhagnaðurinn 2.391 milljón króna. Fram kemur í tilkynningu að mikil eftirspurn sé eftir atvinnuhúsnæði og hækkaði útleiguhlutfall félagsins um 1,3 prósent.

Félagið greiddi 818 milljónir króna í arð, en stefna þess er að greiða út 35% af handbæru fé frá rekstri til hluthafa. Handbært fé frá rekstri nam tæplega 2,2 milljörðum króna fyrstu níu mánuði ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×