Innflutningsbann á fersku kjöti samræmist ekki EES-samningnum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 18. nóvember 2016 12:08 Samkvæmt EES-samningnum ætti að mega flytja inn ferskt kjöt hingað til lands. vísir/getty Innflutningsbann íslenska ríkisins á fersku kjöti samræmist ekki skuldbindingum Íslands samkvæmt EES-samningnum. Þetta er niðurstaða dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp nú skömmu fyrir hádegi. Í dóminum kemur fram að um vísvitandi og alvarlegt brot íslenska ríkisins sé að ræða. Í febrúar 2014 flutti fyrirtækið Ferskar kjötvörur 83 kg af ferskum nautalundum frá Hollandi til Íslands með viðkomu í Danmörku. Innflutningsleyfi var veitt meðal annars með því skilyrði að kjötið yrði geymt frosið í einn mánuð fyrir. Ferskar kjötvörur mótmæltu þessu skilyrði án árangurs og var kjötinu fargað. Fyrirtækið höfðaði því mál gegn íslenska ríkinu þar sem það krafðist endurgreiðslu á útgjöldum vegna kjötsins. Í tengslum við þann málarekstur var óskað eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins en í niðurstöðu dómstólsins frá því fyrr á þessu ári kom fram að bann á innflutningi á fersku kjöti samræmist ekki skuldbindingum íslenska ríkisins samkvæmt EES-samningnum.Vísvitandi og alvarlegt brot Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem var kveðinn upp nú skömmu fyrir hádegi var fallist á endurgreiðslukröfu Ferskra kjötvara. Lárus M.K. Ólafsson, lögfræðingur hjá Samtökum verslunar- og þjónustu, segir fyrirtækið hafa unnið fullnaðarsigur og að dómur Héraðsdóms taki undir niðurstöðu EFTA-dómstólsins um að bannið samræmist ekki EES-samningnum. „Það sem er merkilegt við þennan dóm er að þarna er bætt í og dómarinn segir að þar sem ríkið hafi ekki brugðist við fyrri ábendingum að þá feli bannið í sér vísvitandi og alvarlegt brot gagnvart skuldbindingum ríkisins,” segir Lárus.Hvaða áhrif kemur þessi dómur til með að hafa að þínu mati? „Að mínu mati að þá mun þessi dómur hafa þau áhrif að þarna er staðfest það sem við höfum haldið fram um að þetta bann er ólögmætt og brýtur gegn okkar skuldbindingum. Þannig að dómurinn sem slíkur nemur ekki bannið úr gildi og til þess þarf aðkomu Alþingis,” segir Lárus.Hlutverk Alþingis að afnema ákvæðið Nú sé það verkefni Alþingis að samræma íslenska löggjöf við skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum. Þó sé erfitt að segja til um hvenær Íslendingar geti keypt ferskt innflutt kjöt í verslunum. „Í fullkomnum heimi myndi ég nú óska þess að það væri strax í dag en það er erfitt að segja til um það. Það þarf að kalla saman Alþingi og það þarf að afnema þetta ákvæði. Allt mun þetta taka sinn tíma en miðað við niðurlag dómsins og alvarleika brotsins að þá væri nauðsynlegt að afnema þetta sem allra fyrst,” segir Lárus. Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Innflutningsbann íslenska ríkisins á fersku kjöti samræmist ekki skuldbindingum Íslands samkvæmt EES-samningnum. Þetta er niðurstaða dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp nú skömmu fyrir hádegi. Í dóminum kemur fram að um vísvitandi og alvarlegt brot íslenska ríkisins sé að ræða. Í febrúar 2014 flutti fyrirtækið Ferskar kjötvörur 83 kg af ferskum nautalundum frá Hollandi til Íslands með viðkomu í Danmörku. Innflutningsleyfi var veitt meðal annars með því skilyrði að kjötið yrði geymt frosið í einn mánuð fyrir. Ferskar kjötvörur mótmæltu þessu skilyrði án árangurs og var kjötinu fargað. Fyrirtækið höfðaði því mál gegn íslenska ríkinu þar sem það krafðist endurgreiðslu á útgjöldum vegna kjötsins. Í tengslum við þann málarekstur var óskað eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins en í niðurstöðu dómstólsins frá því fyrr á þessu ári kom fram að bann á innflutningi á fersku kjöti samræmist ekki skuldbindingum íslenska ríkisins samkvæmt EES-samningnum.Vísvitandi og alvarlegt brot Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem var kveðinn upp nú skömmu fyrir hádegi var fallist á endurgreiðslukröfu Ferskra kjötvara. Lárus M.K. Ólafsson, lögfræðingur hjá Samtökum verslunar- og þjónustu, segir fyrirtækið hafa unnið fullnaðarsigur og að dómur Héraðsdóms taki undir niðurstöðu EFTA-dómstólsins um að bannið samræmist ekki EES-samningnum. „Það sem er merkilegt við þennan dóm er að þarna er bætt í og dómarinn segir að þar sem ríkið hafi ekki brugðist við fyrri ábendingum að þá feli bannið í sér vísvitandi og alvarlegt brot gagnvart skuldbindingum ríkisins,” segir Lárus.Hvaða áhrif kemur þessi dómur til með að hafa að þínu mati? „Að mínu mati að þá mun þessi dómur hafa þau áhrif að þarna er staðfest það sem við höfum haldið fram um að þetta bann er ólögmætt og brýtur gegn okkar skuldbindingum. Þannig að dómurinn sem slíkur nemur ekki bannið úr gildi og til þess þarf aðkomu Alþingis,” segir Lárus.Hlutverk Alþingis að afnema ákvæðið Nú sé það verkefni Alþingis að samræma íslenska löggjöf við skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum. Þó sé erfitt að segja til um hvenær Íslendingar geti keypt ferskt innflutt kjöt í verslunum. „Í fullkomnum heimi myndi ég nú óska þess að það væri strax í dag en það er erfitt að segja til um það. Það þarf að kalla saman Alþingi og það þarf að afnema þetta ákvæði. Allt mun þetta taka sinn tíma en miðað við niðurlag dómsins og alvarleika brotsins að þá væri nauðsynlegt að afnema þetta sem allra fyrst,” segir Lárus.
Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira