Viðskipti innlent

Valka nýr mannauðsstjóri Landsnets

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Valka Jónsdóttir.
Valka Jónsdóttir. Vísir
Landsnet hefur ráðið Völku Jónsdóttur sálfræðing í starf mannauðsstjóra hjá Landsneti.

Valka kemur til Landsnets frá Norðuráli þar sem hún bara m.a. ábyrgð á stefnumótun, ráðningum, innleiðingu frammistöðusamtala, framkvæmd vinnustaðagreininga og fræðslumálum.

Áður starfaði Valka sem starfsmannastjóri hjá Nýherja, sem mannauðsstjóri hjá Inpo/Heilsuverndarstöðinni og sem leiðtogi starfmannaþjálfunnar og gæðamál hjá ISAL. Einnig hefur hún komið að kennslu m.a. hjá Háskóla Íslands og Endurmenntun Háskóla Íslands.

Valka er með BA próf í sálfræði frá Háskóla Íslands, diploma í rekstar- og viðskiptafræði og Cand. Psych. í vinnusálfræði frá sama skóla.

„Hjá Landsneti starfar úrvalshópur fólks með fjölbreyttan bakgrunn og menntun sem vinnur að áhugaverðum verkefnum sem lúta að uppbyggingu, þróun og rekstri raforkukerfisins og hlakka ég til að taka þátt í að gera góðan vinnustað enn betri,“ er haft eftir Völku í tilkynningu frá Landsneti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×