Viðskipti innlent

Anna varla eftirspurn eftir Lindex-kortum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Uppi varð fótur og fit við opnun búðarinnar fyrir fimm árum síðan.
Uppi varð fótur og fit við opnun búðarinnar fyrir fimm árum síðan. Lindex
Á dögunum kynnti Lindex á Íslandi til leiks greiðslukort og vildarkort og hafa viðtökur verið umfram vonir. Að sögn Lóu Dagbjartar Kristjánsdóttur, umboðsaðila Lindex á Íslandi, hefur fyrirtækið varla náð að anna eftirspurn.

„Við þurftum að panta aukaskammt af Vildarkortunum, í byrjun eigum við það til að fara of varlega af stað, þannig að við héldum að þetta yrði ekki alveg svona vinsælt. Fólk tekur vel í þetta og hefur beðið lengi eftir þessu og spurt í gegnum tíðina hvort við verðum ekki með svona,“ segir Lóa.

Mánaðarleg heimild á Lindex greiðslukortum er 30 þúsund krónur.
„Í grunninn virkar vildarkortið þannig að þú safnar punktum í hvert sinn sem þú verslar og breytast punktarnir í inneign í lok mánaðar, einnig fær fólk sem verslar yfir ákveðna upphæð ávísun í lok árs,“ segir Lóa.

„Svo vorum við að byrja með það að þú getur skilað inn notuðum fötum og fengið inneign ef þú ert vildarklúbbsmeðlimur.“

Greiðslukortið, sem gefið er út í samstarfi við Borgun, verður þannig að fólk fær heimild inn á kortið, og lánar Lindex í fimmtíu daga vaxtalaust. Sjá nánar hér.

„Það er ekki eins mikil eftirspurn eftir kreditkortunum enda er fólk enn að spyrja sig hvernig þetta virkar. Hún er samt alveg heilmikil, mun meiri en við bjuggumst við af báðum. Þetta eru einhverjar þúsundir sem eru strax komnar í þetta,“ segir Lóa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×