Viðskipti innlent

Íslandsbanki vill lögreglurannsókn á gagnaleka

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Íslandsbanki hefur lokið rannsókn á því hvort að gögn um verðbréfaviðskipti sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum hafi komið frá bankanum. Í tilkynningu frá bankanum segir að ekkert bendi til að svo sé og að gögnin hafi verið gömul og frá starfsemi Glitnis banka fyrir hrun. Íslandsbanki ætlar að óska eftir lögreglurannsókn vegna málsins.

Rannsóknin sem gerð var var framkvæmd af innri endurskoðun bankans, en gögnin sem um ræðir eru háð þagnarskylduákvæði laga um fjármálafyrirtæki. Íslandsbanki lítur málið alvarlegum augum. 

Þau gögn sem Íslandsbanki vill rannsókn á hafa verið notuð í umfjöllun fréttastofu 365, Kastljóss og fleiri miðla undanfarnar vikur. Þar hafa umsvif hæstaréttardómara á hlutabréfamarkaði meðal annars verið til skoðunar og vöngum velt yfir mögulegu vanhæfi þeirra í einstaka málum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×