Viðskipti innlent

Markaðurinn jákvæður við vaxtalækkun

Sæunn Gísladóttir skrifar
Í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um að lækka stýrivexti í gær tóku hlutabréf í Kauphöllinni kipp.
Í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um að lækka stýrivexti í gær tóku hlutabréf í Kauphöllinni kipp.
Í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um að lækka stýrivexti í gær tóku hlutabréf í Kauphöllinni kipp.

Grænt var yfir markaðnum og hækkuðu nánast öll hlutafélög. Úrvalsvísitalan hækkaði um rúmlega eitt prósent á fyrsta klukkutíma viðskipta.

Hækkanirnar gengu þó að einhverju leyti til baka og í lok dags hafði úrvalsvísitalan hækkað um 0,73 prósent.

Gengi allra skráðra bréfa utan Skeljungs, VÍS og Marels hækkaði í gær. Hækkunin var einna mest á gengi Haga eða um 2,54 prósent í 224 milljóna króna viðskiptum.

Vænta má að markaðurinn telji því að lækkunin muni hafa jákvæð áhrif á atvinnulífið hér á landi. En sem fyrr segir getur verið ódýrara fyrir fyrirtæki að fjármagna sig vegna vaxtalækkunar.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×