Viðskipti innlent

Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður vaxtalækkun

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Vísir/Stefán
Peningastefnunefnd ákvað í morgun að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5 prósent. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri rökstuddi ákvörðun nefndarinnar á fundi sem en útsendinguna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Í tilkynningu frá bankanum segir að þjóðhagsreikningar fyrir fyrstu níu mánuði ársins sýna meiri hagvöxt en Seðlabankinn spáði í nóvember. Vöxtur útflutnings var einnig meiri en spáð hafði verið og metafgangur var á viðskiptajöfnuði á þriðja fjórðungi ársins.

Þar segir einnig að kjölfesta verðbólguvæntinga við verðbólgumarkmiðið virðist hafa styrkst og aðhald peningastefnunnar að einhverju leyti aukist í gegnum hækkun gengis krónunnar. Það gefur nefndinni svigrúm til að lækka nafnvexti nú.

Upptöku af fundinum má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×