Viðskipti innlent

Tug milljarða viðskipti Alvogen með flensulyf

Hafliði Helgason skrifar
Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvogen.
Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvogen. Mynd/Aðsend
Lyfjafyrirtækið Alvogen, sem stofnað var af Róberti Wessman árið 2009, hefur sett fyrstu samheitaútgáfu af flensulyfinu Tamiflu á markað í Bandaríkjunum. Þetta er stærsta markaðssetning Alvogen til þessa.

Þetta þýðir að Alvogen verður eitt á markaði með flensulyf ásamt frumlyfinu næstu mánuði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru árlegar rekstrartekjur Alvogen komnar yfir 100 milljarða króna og má búast við að tekjur af flensulyfinu hlaupi á tugum milljarða.

Flensulyfið Tamiflu er vinsælt á bandarískum markaði.
Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri, segir Bandaríkjamarkað stærsta lyfjamarkað heims og þar vilji allir vera. Hann segir að unnið hafi verið að þróun og skráningu lyfsins frá 2010 og því ánægjulegt að það sé komið í sölu. „Markaðssetning Tamiflu er stærsti áfangi fyrirtækisins frá stofnun og ánægjulegt að geta stuðlað að því að bandarískir neytendur fái nú mun ódýrari valkost fyrir meðferð við flensu,“ segir Róbert. Áætla má að sparnaður bandarískra neytenda á næstu mánuðum með innkomu lyfsins nemi 500 milljónum dollara eða sem nemur 56 milljörðum króna.

Róbert segir mikla samkeppni á markaðnum en fyrirtækinu hafi tekist að skapa sér sterka stöðu á markaði gegnum sérhæft lyfjasafn sem samanstendur af lyfjum sem eru erfið í þróun og því minni samkeppni um.

Alvogen tók yfir tvö bandarísk lyfjafyrirtæki á árinu og opnaði nýtt hátæknisetur þar sem starfa 180 vísindamenn. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×