Ragnar Sig: Aldrei áður lent í því að fara efast um sjálfan mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2016 09:30 Ragnar Sigurðsson var frábær á EM síðasta sumar. Vísir/Getty Íslenski landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson hefur átt erfiðar vikur að undanförnu með Fulham í ensku b-deildinni en miðvörðurinn skoraði sitt fyrsta mark í enska boltanum eftir að hafa komið inná sem varamaður í fyrrakvöld. Ragnar hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði Fulham að undanförnu en hann innsiglaði sigur Fulham á móti Ipswich þrettán mínútum eftir að hafa komið inná sem varamaður á mánudaginn. Ragnar átti frábært Evrópumót með íslenska landsliðinu í sumar og samdi við Fulham í ágúst eftir að hafa spilað með rússneska liðinu Krasnodar árin á undan. Ragnar er í viðtali við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag og þar segist hann kunna vel við sig í London og finnst enska b-deildin bæði krefjandi og skemmtileg. Ragnar segir frá síðustu vikum í viðtalinu en eftir að hafa verið í byrjunarliðinu fyrstu mánuði tímabilsins þá lenti hann í því að missa sætið sitt, fyrst í byrjunarliðinu og svo í hópnum. „Úrslitin voru ekki alveg að falla með okkur og stjórinn hefur verið iðinn við að róta í öftustu varnarlínunni síðustu vikurnar. Ég var til að mynda settur út úr hópnum um tíma og ég verð að segja að síðustu vikurnar hafa verið erfiðar,“ segir Ragnar í viðtalinu við Guðmund. „Ég var settur aftur inn í liðið í leiknum á móti Derby og ég fann að ég var ekki með sama sjálfstraust og ég er vanur að vera með. Ég hef aldrei áður lent í því að fara að efast um sjálfan mig en ég fann það í þessum leik,“ segir Ragnar ennfremur og hann talar þar einnig um mistök hans sem kostuðu mark. Hann var aftur kominn á bekkkinn. „Það er aldrei gaman að kom inná sem miðvörður og þegar ég kom inná voru um 25 mínútur eftir. Mér fannst ég hafa öllu að tapa. Það var komið aðeins inn í hausinn á mér að gera mistök en ég var ekki búinn að vera lengi inná þegar mér tókst að skora og það var ákveðinn léttir og færir mér vonandi aukið sjálfstraust. Ég kom hingað til Fulham til að spila en ekki sitja á bekknum en maður er víst ekki tvítugur lengur,“ sagði Ragnar meðal annars í viðtalinu við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag. Ragnar segir þar einnig frá ógleymanlegu ári og hvernig það er að spila fótbolta yfir hátíðirnar.Ragnar Sigurðsson fagnar marki sínu á móti Ipswich.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson hefur átt erfiðar vikur að undanförnu með Fulham í ensku b-deildinni en miðvörðurinn skoraði sitt fyrsta mark í enska boltanum eftir að hafa komið inná sem varamaður í fyrrakvöld. Ragnar hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði Fulham að undanförnu en hann innsiglaði sigur Fulham á móti Ipswich þrettán mínútum eftir að hafa komið inná sem varamaður á mánudaginn. Ragnar átti frábært Evrópumót með íslenska landsliðinu í sumar og samdi við Fulham í ágúst eftir að hafa spilað með rússneska liðinu Krasnodar árin á undan. Ragnar er í viðtali við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag og þar segist hann kunna vel við sig í London og finnst enska b-deildin bæði krefjandi og skemmtileg. Ragnar segir frá síðustu vikum í viðtalinu en eftir að hafa verið í byrjunarliðinu fyrstu mánuði tímabilsins þá lenti hann í því að missa sætið sitt, fyrst í byrjunarliðinu og svo í hópnum. „Úrslitin voru ekki alveg að falla með okkur og stjórinn hefur verið iðinn við að róta í öftustu varnarlínunni síðustu vikurnar. Ég var til að mynda settur út úr hópnum um tíma og ég verð að segja að síðustu vikurnar hafa verið erfiðar,“ segir Ragnar í viðtalinu við Guðmund. „Ég var settur aftur inn í liðið í leiknum á móti Derby og ég fann að ég var ekki með sama sjálfstraust og ég er vanur að vera með. Ég hef aldrei áður lent í því að fara að efast um sjálfan mig en ég fann það í þessum leik,“ segir Ragnar ennfremur og hann talar þar einnig um mistök hans sem kostuðu mark. Hann var aftur kominn á bekkkinn. „Það er aldrei gaman að kom inná sem miðvörður og þegar ég kom inná voru um 25 mínútur eftir. Mér fannst ég hafa öllu að tapa. Það var komið aðeins inn í hausinn á mér að gera mistök en ég var ekki búinn að vera lengi inná þegar mér tókst að skora og það var ákveðinn léttir og færir mér vonandi aukið sjálfstraust. Ég kom hingað til Fulham til að spila en ekki sitja á bekknum en maður er víst ekki tvítugur lengur,“ sagði Ragnar meðal annars í viðtalinu við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag. Ragnar segir þar einnig frá ógleymanlegu ári og hvernig það er að spila fótbolta yfir hátíðirnar.Ragnar Sigurðsson fagnar marki sínu á móti Ipswich.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira