Innlent

1615 hlupu í Gamlárshlaupi ÍR

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sumir voru í búningum í dag og aðrir settu á sig andlitsmálningu.
Sumir voru í búningum í dag og aðrir settu á sig andlitsmálningu. Gamlárshlaup ÍR
Arndís Ýr Hafþórsdóttir og Arnar Pétursson komu fyrst í mark í karla- og kvennaflokki í Gamlárshlaupi ÍR sem fram fór í miðbæ Reykjavíkur í hádeginu í dag. 1615 tóku þátt í hlaupinu sem er árlegur viðburður þar sem gleðin er í fyrsta sæti.

Keppendur mæta margir hverjir í búningum og brosa út að eyrum í hlaupinu sem fór fram í frábæru veðri í dag. Aðstæður til hlaupa voru í takt við árstíma enda töluverður snjór í Reykjavík.

Sigurvegarar í hlaupinu:

1. Arndís Ýr Hafþórsdóttir 00:38:06 

2. Helen Ólafsdóttir 00:39:04 

3. Elín Edda Sigurðardóttir Valur Skokk 00:39:39

1. Arnar Pétursson ÍR 00:33:28

2. Ingvar Hjartarson Fjölnir 00:34:11

3. Daníel Freyr Garðarsson ÍR 00:34:35

Að neðan má sjá myndir frá keppendum í hlaupinu í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×