Innlent

Landsbjörg gefur öllum 10 til 15 ára börnum flugeldagleraugu

Atli Ísleifsson skrifar
Verkefnið er unnið í samvinnu við Blindrafélagið, Íslandspóst, prentsmiðjuna Odda og Sjóvá.
Verkefnið er unnið í samvinnu við Blindrafélagið, Íslandspóst, prentsmiðjuna Odda og Sjóvá. Landsbjörg
Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur sent öllum börnum á aldrinum tíu til fimmtán ára gjafabréf fyrir flugeldagleraugum. Alls fengu 25.920 börn gjafabréf í ár.

Verkefnið er unnið í samvinnu við Blindrafélagið, Íslandspóst, prentsmiðjuna Odda og Sjóvá en gjafabréfunum er hægt að framvísa á öllum flugeldasölustöðum björgunarsveitanna.

„Í rúman áratug hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg gefið börnum flugeldagleraugu í samstarfi við áðurnefnda aðila með góðum árangri og nú heyrir til undantekningar ef fjölskyldur nota ekki öryggisgleraugu á gamlárskvöld.

Félagið hvetur fólk til geyma skoteldana á öruggum stað, þar sem börn hafa ekki aðgang að þeim. Best er að vera með ullarvettlinga eð skinnhanska þegar kveikt í flugeldum, blysum og kökum og rétt er setja heyrnahlífar á ung börn til að verja þau fyrir mestu sprengihvellunum,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×