Viðskipti innlent

Ragnheiður ráðin mannauðsstjóri hjá borginni

Atli Ísleifsson skrifar
Ragnheiður E. Stefánsdóttir hefur starfað hjá Reykjavíkurborg í um þrjátíu ár.
Ragnheiður E. Stefánsdóttir hefur starfað hjá Reykjavíkurborg í um þrjátíu ár. Mynd/Reykjavíkurborg
Ragnheiður E. Stefánsdóttir hefur verið ráðin í starf mannauðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Hún hefur starfað hjá Reykjavíkurborg í um þrjátíu ár.

Ragnheiður hefur á starfstíma sínum hjá Reykjavíkurborg meðal annars unnið sem stjórnandi, fræðslustjóri, jafnréttisráðgjafi, mannauðsráðgjafi og starfsmannastjóri, lengst af hjá ÍTR en hjá SFS frá stofnun sviðsins. Síðastliðinn maí tók Ragnheiður við starfi mannauðsstjóra á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.

Í frétt á vef Reykjavíkurborgar segir að Ragnheiður hafi lokið MA gráðu í mannauðsstjórnun og kennaramenntun. Þá hafi hún einnig lokið diplómanámi í opinberri stjórnsýslu og stjórnun frá EHÍ og stjórnendamarkþjálfun frá HR.

„Þá hefur Ragnheiður einnig verið stundakennari við HÍ og kenndi þar stjórnun í 8 ár. Ragnheiður hefur einnig haldið fjölmörg námskeið á sviði stjórnunar og mannauðsmála, hjá Reykjavíkurborg, Endurmenntun HÍ og ýmsum fyrirtækjum og stofnunum,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×