Enski boltinn

Southampton búið að finna nýjan stjóra

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Puel tekur til starfa hjá Southampton á morgun.
Puel tekur til starfa hjá Southampton á morgun. vísir/epa
Leit Southampton að nýjum knattspyrnustjóra er lokið en félagið hefur ráðið Frakkann Claude Puel til starfa.

Puel, sem er 53 ára, var síðast við stjórnvölinn hjá Nice en liðið lenti í 4. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Puel tekur við stjórastarfinu hjá Southampton af Ronald Koeman sem samdi við Everton á dögunum. Puel skrifaði undir þriggja ára samning við Southampton og mun hefja störf á morgun.

Puel lék allan sinn feril með Monaco og tók svo við liðinu 1999 og gerði það að frönskum meisturum ári seinna. Puel hefur einnig stýrt Lille og Lyon í Frakklandi.

Southampton endaði í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og var aðeins þremur stigum frá Meistaradeildarsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×